Æskan - 01.02.1985, Qupperneq 30
Umsjón: Þór Jakobsson
Sums staðar erlendis eru svonefnd vís-
indasöfn. Þau eru geysivinsæl og mikið
sótt af fólki á öllum aldri, ekki síst ungu
fólki. Söfnin eru mjög fjölbreytileg en
tilgangur þeirra er að kynna vísindin,
einkum náttúruvísindin, á skemmtilegan
og fróðlegan hátt.
Ef við hugsuðum okkur að við værum
að heimsækja eitt slíkt safn mundum við
fá við innganginn dálítið kort yfir salina í
byggingunni. í hverjum sal eru sýningar
á ýmsum hlutum í náttúrunni, grösum,
steinum og dýrum. Þar eru fagurlituð
veggspjöld og margvíslegar upplýsingar
um allt milli himins og jarðar. f einum
salnum eru sýndar fræðslumyndir, í öðr-
um flytja fróðir menn erindi um fugla,
fiska, ský, stjörnur eða annað forvitni-
legt.
En mest er aðsóknin að tækjaherbergj-
unum þar sem sýningargestir mega koma
við hlutina, ýta á takka og koma ýmsu á
hreyfingu sér til fróðleiks og skemmtunar
í senn. Þar eru vogarstangir, stórar
klukkur, kynning á fjarskiptatækjum,
leysigeislum, tölvum og enn gætum við
Iengi talið. Þarna er líf og fjör og þeir
sem verða þreyttir á löngum göngum um
marga sali geta tyllt sér á stól í fallegum
kaffisal og fengið sér kók eða kaffi.
Auk þessa sem sýnt er innan dyra má
njóta náttúrunnar utan húss. Umhverfis
slík vísindasöfn eru oft gróðursælir garð-
ar með ýmsum trjátegundum, grösum og
jafnvel dýrum þótt þau séu reyndar
hvorki höfð jafn-mörg né fjölbreytileg og
í dýragörðum.
N áttúruf ræ ðisaf n
í Reykjavík
Einu sinni var allstórt náttúrugripasafn
í Reykjavík, sem strákum og stelpum
fannst mjög gaman að skreppa til og
skoða. Því miður lognaðist safnið út af að
mestu en þó er lítill hluti þess til sýnis í
húsi við Hlemmtorg í Reykjavík. Safnið
tilheyrir Náttúrufræðistofnuninni, sem
þar er til húsa, og var í rauninni upphaf-
lega hið eiginlega Náttúrugripasafn.
En hver veit nema rætist úr safnskort-
inum á ný - eftir nokkur ár? í vetur
hefur starfað dálítill hópur manna að
hugmyndinni um að reisa vísindasafn
sem líklega yrði kallað Náttúrufræðisafn
en ekki vísindasafn. Orðið „vísindi" er
nefnilega mjög víðtækt orð og á ekki
bara við „náttúruvísindi“ heldur líka
margs kyns fræðigreinar aðrar, svo sem
málvísindi, sagnfræði og sálfræði.
Náttúru-
fræði-
safn
sett
á fót?
Náttúrufræðisafnið yrði eins konar
framhald á gamla Náttúrugripasafninu
en miklu stærra og fjölbreytilegra. Eitt er
víst: þangað verður gaman að koma og
margt að sjá og heyra.
Tegundabækur
Eins og þið kannski vitið geta áhuga-
menn um fugla, steina, skeljar, grös og
annað í náttúrunni flett upp í bókum um
viðfangsefni sitt þar sem lesa má um
tegundirnar, þ. e. a. s. margar tegundir
fugla, steina o. s. frv. Tilgreindur er
litur, önnur gerð og sérkenni tegund-
anna. Ef um dýr er að ræða er lítillega
sagt frá hegðun þeirra. Þannig verður
stundum auðvelt að finna nafn á jurt eða
fugli ef menn hafa slíka bók undir
höndum.
Ég ætla nú að nefna tvær slíkar bækur.
Önnur er um fugla en hin um skeljar.
Fuglabók
Bókin um fugla kallast Fuglar íslands
og Evrópu. Það var Finnur Guðmunds-
son fuglafræðingur sem íslenskaði bókina
og bætti við efni um fugla á íslandi. í
bókinni eru fallegar litmyndir af fuglun-
um. Fremst í henni er sagt frá greiningu
fugla, þ. e. a. s. aðferðum til að þekkja
fugla í sundur. Farið er eftir stærð fugl-
anna, vaxtarlagi, hátterni, fluglagi og lit.
Þá er vitanlega hægt að styðjast við kvak
og söng. Einnig má dæma eftir því lands-
lagi eða umhverfi þar sem menn verða
helst varir við fuglinn. Uppáhaldsstaður
fugls kallast kjörlendi hans. Þar kann
hann best við sig og þar kemst hann best
af í lífsbaráttunni.
Framvegis hér í þáttunum munum við
líta betur á einn og einn fugl, fletta upp í
Fuglabókinni og leggja á minnið auð-
kenni hans. Þið gætuð þá skimað í kring-
um ykkur næst þegar þið eigið leið um
kjörlendi fuglsins og reynt að sjá hann-
og heyra.
Skeljabók
Hin bókin, sem við ættum líka að fletta
upp í öðru hverju, heitir Skeldýrafána
íslands og er eftir Ingimar Óskarsson
dýrafræðing. „Fána“ er skrýtið orð og
þýðir það sama og „fauna“ á erlendum
málum. Orðið er notað um safn dýra á
afmörkuðum svæðum eða á tilteknu
tímabili. Skeldýr eru furðu fjölbreytileg
og í bókinni er t. d. lýsing á tæplega 100
íslenskum sæskeljum.
Sæskeljar nefnast einnig samlokur, en
auk lýsingar á samlokum er greint í bók-
inni frá sœsniglum með skel. Skelkápan,
sem sæsniglarnir sveipa um sig sér til
hlífðar, eru einmitt kuðungurinn sem
gerir dýrir svo sérkennilegt. Og það eru
til margar tegundir af kuðungum eins og
sjá má á teiknimyndum í fyrrnefndri bók.
En látum þetta nægja í bili. Kannski
munuð þið fyrir næsta þátt uppgötva fugl
eða skel sem þið hafið ekki veitt eftirtekt
fyrr. Reynið!
30 ÆSKAN