Æskan - 01.02.1985, Side 34
Horfirðu oft á
myndbönd (videó)?
Sigrún Inga Hrólfsdóttir
11 ára:
Nei, ekki oft. Við eigum ekki mynd-
bandstæki en stundum sé ég efni hjá
vinkonum mínum, eins og t. d.
Skonrokk og áramótaskaupið. Við
getum horft á Skonrokkið aftur og
aftur. Við vinkonurnar höfum
nokkrum sinnum leigt spólu og horft
á hana heima hjá þeim. Þá kaupum
við kannski kók og poppkorn til að
hafa með.
Ólafur Schram 11 ára:
Það er ekki myndbandstæki heima
en ég sé stundum myndir heima hjá
vinum mínum. Það hafa þá verið bíó-
myndir og annað skemmtilegt efni.
Nei, ég hef aldrei leigt spólur með
þeim. Sumir vina minna eru mjög
spenntir fyrir myndbandinu. Ég veit
um einn sem horfir á tvær til þrjár
spólur á dag. Hann horfir tvisvar á
sumar myndanna. Þær eru flestar úr
sjónvarpinu.
Bjarki Már Magnússon
12 ára:
Já, það er til myndbandstæki heima.
Ætli ég horfi ekki svona á tvær
myndir í viku. Ég tek alltaf Skon-
rokkið upp og horfi á það nokkrum
sinnum. Annars þykja mér gaman-
myndir bestar. Mamma og pabbi
leigja sjaldan spólur. Pabbi er oft að
vinna á kvöldin og lætur þá taka upp
fyrir sig fréttirnar og fleira efni. Ég
held að það sé best að horfa á mynd-
bönd í hófi.
Bryndís Guðmundsdóttir
10 ára:
Já, ég horfi á nokkrar myndir á viku.
Það er myndbandstæki heima. Helst
horfi ég á framhaldsmyndaþætti eins
og t. d. Falcon Crest. Einnig tökum
við mikið upp úr sjónvarpinu, eins
og Skonrokk og bíómyndir. Stund-
um get ég horft tvisvar til þrisvar á
sömu spóluna. Ég leigi aldrei myndir
sjálf.
Jón Ögmundsson 11 ára:
Nei, aðeins örsjaldan og þá heima
hjá vinum mínum. Við leigjum okk-
ur hryllingsmyndir sem eru bannaðar
fyrir yngri en sextán ára og
skemmtum okkur vel. Nei, ég verð
aldrei hræddur og sofna eins og ekk-
ert sé nóttina á eftir. Mér finnst nóg
að horfa á tvær myndir á mánuði því
að tómstundirnar fara flestar í að
leika mér með tölvuna mína.
Heiða Lára Heiðarsdóttir
10 ára:
Já, ætli ég horfi ekki á þrjár myndir á
viku. Stundum leigjum við vinkona
mín saman mynd og svo horfi ég
alltaf á Dynasty-þættina. Mér finnst
skemmtilegast að horfa á fjölskyldu-
myndir. Við vinkona mín höfum
nokkrum sinnum leigt okkur myndir
sem bannaðar hafa verið börnum
innan 16 ára aldurs. Þær voru ekkert
sérstakar. Afgreiðslumaðurinn í
myndbandaleigunni spurði okkur
ekki um nafnskírteini. Heima hjá
mér er oft tekið upp efni úr sjónvarp-
inu, eins og t. d. Skonrokk.