Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 40
M
IK)
sem þorði ekki í skólann
eftir Herdísi Egilsdóttur.
Já, hvað var eiginlega orðið
um Jóa? Pað var þeim
Magga og Dóru hreinasta
ráðgáta.
En við sem lesum söguna
vitum vel að Jói hafði
laumast með nýju skólatösk-
una dinglandi á bakinu að
ruslatunnunni sem stóð bak
við húsið. Þar hafði hann
hringað sig í kút við hliðina
á kisu sinni.
En hvar var hann núna?
Hann virtist vera horfinn,
aðeins skólataskan lá eftir
við tunnuna.
Jói var reyndar ekki langt
undan ef vel var leitað því
að hann hafði breyst fyrir
galdra eins og hann hafði
óskað sér og var nú orðinn
að stóru og fallegu blómi
rétt innan við girðinguna.
Mikið var hann ánægður!
Þetta var einmitt það sem
hann hafði helst viljað vera.
Þarna stóð hann blýfastur í
moldinni á rótum sem náðu
djúpt niður í jörðina.
Ha, hló Jói með sjálfum sér!
Ha, ha! Nú ætti kennarinn í
skólanum rétt að reyna að
draga hann þangað! Kenn-
arinn myndi aldrei geta bif-
að honum. Loksins fannst
Jóa hann vera öruggur með
að hann yrði ekki með
nokkru móti píndur í þenn-
an leiðinda-skóla! Það var
einhver munur að standa
föstum fótum hér í garðin-
um og láta blessaða sólina
skína á sig. Jói lyfti skrýtna
blómahöfðinu sínu í áttina
að sólinni, lygndi augunum
og andvarpaði af vellíðan.
Hann teygði úr handleggj-
unum sem voru nú reyndar
orðnir að tveim stórum
grænum blöðum.
Hvað ætli aumingja krakk-
arnir séu að gera núna í
skólanum? Líklega eru allir
skælandi! Já, áreiðanlega
heyrist ekki mannsins mál
því að allir krakkarnir eru
grenjandi af leiðindum og
gera ekki annað en að
þurrka af sér tárin, sjúga
upp í nefið eða snýta sér. Og
svo rífst kennarinn og
skammast og hristir krakka-
greyin!
Vesalings Maggi og Dóra,
hvað þeim hlýtur að líða illa
þarna í skólanum. Jói sár-
kenndi í brjósti um þau.
Hann var ákveðinn í að
reyna að breyta þeim í blóm
líka ef hann mögulega gæti.
Það var verst að hann mundi
alls ekki hvernig hann hafði
farið að því að breyta sjálf-
um sér. Það hafði gerst eitt-
hvað svo einkennilega
skyndilega.
Ó, nú heyrði hann til þeirra.
Þau voru að koma aftur.
Þegar þau voru rétt að koma
að Jóa heyrði hann að Dóra
sagði við Magga. - Við
skulum tala við mömmu
hans Jóa. Það væri ægilegt
ef hann væri alveg týndur í
alvörunni.
Jói fór að skellihlæja. Ha,
ha, ég er hérna, sjáið þið
mig ekki?
Dóra og Maggi hrukku í kút
40 ÆSKAN