Æskan - 01.02.1985, Side 42
O BARNALEIKRIT
42 ÆSKAN
„Kardemommubærinn er voða lít-
ill bær, og er svo langt í burtu, að
næstum enginn þekkir hann, nema
þú og ég og pabbi og mamma og afi
og amma og nokkrir aðrir.
Kardemommubær er merkilegur
bær og þar gerist ýmislegt, sem ekki
gerist annars staðar. Þar ganga til
dæmis kameldýr um göturnar og
einn og einn fíll kemur hlaupandi við
og við.“
Þannig hefst upphaf sögunnar um
Kardemommubæinn, leikritsins sem
nú er sýnt við miklar vinsældir í
Þjóðleikhúsinu. Þetta er í fjórða
skiptið sem Þjóðleikhúsið tekur
leikritið til sýningar. Það var fyrst
sýnt hér 1959—60, þá 1965 og loks
1974—75. Kardemommubærinn hef-
ur verið sýndur um allan heim, í
Bandaríkjunum, Englandi, já, og í
flestum löndum Evrópu, bæði
Austur- og Vestur-Evrópu, til dæmis
margoft í Rússlandi, í Marokkó, Jap-
an og Kína og sjálfsagt víðar. Þjóð-
leikhúsið okkar hefur sýnt fleiri
leikrit eftir Thorbjörn Egner. Dýrin í
Hálsaskógi eru næstum því eins vin-
sæl og Kardemommubærinn og fyrir
næstum tuttugu árum var leikritið
Síglaðir söngvarar leikið hér.
Klemens Jónsson hefur stjórnað
öllum þessum sýningum enda eru
þeir góðir vinir, hann og Egner. Og
ekki má gleyma því að Klemens er
heiðursborgari í Kardemommubæ og
á skrautritað skjal því til staðfest-
ingar.
Þessar myndir, sem þið sjáið hér í
opnunni, eru teknar í Kardemommu-
bæ. Þær vekja áreiðanlega sælar
minningar hjá þeim börnum sem nú
þegar hafa séð leikritið.
Soffía frænka: „Ja, fussum svei! Ja, fussum svei!“
Líf og fjör I Karde-
mommu bænum