Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 44

Æskan - 01.02.1985, Blaðsíða 44
ov HLJOMSVEITAKYNNING: DURAN - DURAN ömsjón: Bryndís, Fanney og Helga Hæ, krakkar. Við heitum Bryndís Svavarsdóttir, Fanney Vigfúsdóttir og Helga Þor- gilsdóttir og ætlum að sjá um kynn- ingu á hljómsveitinni Duran Duran. Við erum 14 ára og erum í 8. bekk Garðaskóla, Garðabæ. Við erum æstir aðdáendur hljómsveitarinnar. í þessum fyrsta þætti segjum við í stuttu máli sögu Duran Duran og telj- um upp lögin sem náð hafa mestum vinsældum. í næstu þáttum verður svo sagt ýtarlega frá hverjum ein- staklingi. Við vonum að þið hafið gaman af kynningunni og verðið um leið öllu fróðari um þessa heimsfrægu hljóm- sveit. ^ Bryndís, Fanney og Helga 44ÆSKÁN Saga Duran Duran Árið 1978 ákváðu John Taylor og Nick Rhodes að stofna hljómsveit. Fyrst var hljómsveitin skipuð þeim Nick Rhodes (hljómborð), John Taylor (gítar), Steve Dussy (söngur og bassi) og Simon Colley á klarinettu. RogerTaylor (trommur) gekk til liðs við hljómsveitina 1978 og Andy Taylor (gítar) árið 1980. Þegar Andy gekk í hljómsveitina skipti John yfir á bassagítar. Simon le Bon kom til sögunnar litlu á eftir þeim. Þegar þeir Andy, Roger og Simon gengu í hljóm- sveitina hættu klarinettuleikarinn og söngvarinn. Haustið 1980 fór Duran Duran í hljómleikaferð sem upphitunarhljóm- sveit fyrir Hazel O'Connor. Árið 1981 gáfu þeir út fyrstu plötuna sem hét ein- faldlega Duran Duran. Eftirtalin lög af þeirri plötu gáfu þeir út á litlum plötum: Planet Earth, Careless Memories og Girls On Film. Auk þess gáfu þeir út myndbönd með áðurnefndum lögum. Næsta breiðskífa þeirra kom út 1982 og hét Rio. Þrjú lög af þeirri plötu komu út á litlum plötum. Það voru lögin Hungry Like The Wolf, Save A Prayer og Rio. Þau voru einnig tekin upp á myndbönd og var það gert bæði í Sri Lanka og Antigua. Árið 1983 gáfu þeir út lagið Is There Something I Should Know sem seldist í 600 þúsund eintaka. í mars sama ár gáfu þeir út myndband með 11 lögum. í júní þetta ár fór Duran Duran til Monserrat til að hljóðrita þriðju plötuna sína, Seven And The Ragged Tiger. Fjórða platan kom svo út í fyrra og nefndist Arena. Auk þessara platna hef- ur hljómsveitin gefið út fjöldan allan af öðrum plötum, m. a. 13:12“ plötur og 13:7“ plötur. Vinsælustu lögin Tvö lög með Duran Duran hafa komist í fyrsta sæti vinsældalista: Is There Som- thing I Should Know og The Reflex. Annað sæti hrepptu Save A Prayer og Wild Boys. Union of Snake náði þriðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.