Æskan - 01.02.1985, Page 47
o
verið kennt þetta. En verið viss.
Þessi rödd gerir vart við sig einn
góðan veðurdag. Guðs anda er hægt
að flýja um stund en ekki hægt að
útrýma honurn.
Ef til vill viljið þið helst ekki lesa
þetta. En gerið það fyrir mig, lesið
það hægt og hugsið - gleypið það
ekki eins og þið séuð að taka lýsi eða
eitthvað enn þá bragðverra.
ÞIÐ ERFIÐ LANDIP
Mig langar til að segja ykkur að ég
hefi ekki orðið vör við eins nrikið aí
glerbrotum á almannafæri núna eins
og t. d. í fyrra og árið þar áður.
Skyldum við geta náð því marki að
ekki sjáist flöskubrot hér og þar á
leið okkar eftir eitt ár eða svo? Það
væri nú reglulega ánægjulegt og lýsti
miklum framförum í umgengni og
snyrtimennsku. Vitið þið hvað tóm
flaska kostar? Fyrir margar tórnar
flöskur er hægt að efla sjóð fyrir gott
málefni eins og t. d. „Brauð handa
hungruðum heimi". Þá færi röddin í
brjósti ykkar að hljóma fegur, verk-
urinn að minnka og vellíðan að koma
í ljós. Landið okkar á að vera
HREINT LAND - GOTT LAND
- FAGURT LAND - GJÖFULT
LAND. Og þið getið hjálpað til að
svo verði. Þið eigið að erfa landið.
Hví þá ekki líka að stuðla að því að
vernda það og græða?
VANDIÐ MÁLIÐ
Hvernig lýst ykkur á að við tökum
okkur til og förum að vanda og
vernda málið okkar. Hættum að
segja: „Hæ — bæ — hei - kei —
djók“ og fleira í þessum dúr. Það er
svo margt afkáralegt sem er að læð-
ast inn í móðurmálið okkar fagra og
er líklega ekki á annarra færi að laga
en ykkar, unga fólk. Þið skuluð ekki
fara að segja að nú sé „kellingin orð-
in klikkuð, hún ætti ekkert að vera
að pæla í því að skrifa í Æskuna“.
Sannleikurinn er sá að mér er alvara
og ég vil fá ykkur í lið með mér. Það
er aðallega þrennt sem ég vil fá ykk-
ur til að spreyta ykkur á. Það er að
hreinsa hugarfarið - hreinsa landið
og hreinsa málið. Og þá á ég við
hvernig þið eruð mörg farin að tala.
Svo óska ég að okkur gangi vel og
að við getum leyst þetta vel af hendi
— með heiðri og sóma.
Ég er nú að hætta í Kirkjumála-
nefndinni og þakka santfylgdina
þessi ár sem við höfum átt samleið.
Mér er það vel ljóst að mér og mín-
um líkum er ekki hægt að líkja við
Duran-Duran og álíka „goð“ en við
vorum einu sinni ung og höfðum
okkar „goð“ sem gufuðu upp á sín-
um tíma. Við dönsuðum Charleston
svo að þeirra tíma öldunga svimaði
og mæðurnar okkar voru hræddar
um að við fengjum garnaflækju en sú
flækja strandaði nú einhvers staðar á
leiðinni. Svona er það með allar
dægurflugur, hvort heldur það er
dans, föt, söngur, hárgreiðsla og
álíka uppákomur. Það líður út í
buskann. Þetta er nokkurs konar út-
rás æskuaranna en það er bæði til
heilbrigð og óheillavænleg útrás og
mörg stig þar á milli. Það er aðal-
atriðið að komast heill á sál og lík-
ama yfir þetta skeið. „Ég er orðinn
hundleiður á þessu djammi,“ sagði
ungur piltur við ntig fyrir skömmu.
Jæja, ég kveð ykkur þá með góð-
um óskum í nútíð og framtíð.
Hrefna Tynes
ÆSKAN 47