Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1985, Síða 50

Æskan - 01.02.1985, Síða 50
ov Æskulýðsstarf kirkjunnar: Skemmtílegt, spenn Flest ykkar hafa auðvitað kynnst barnastarfi kirkjunnar ykkar - farið í barnaguðsþjónustur, hlustað á sög- ur, beðið bænir og sungið söngva. En þegar unglingar eru komnir á ferm- ingaraldur er oft lítið við þeirra hæfi - finnst þeim oft. Við nokkrar kirkjur hér á Reykjavíkursvæðinu eru þó starfrækt æskulýðsfélög og víða úti á landi. Á höfuðborgarsvæð- inu eru æskulýðsfélög í Neskirkju, Bústaðakirkju, Grensáskirkju, í Garðabæ og í Seljahverfi í Breið- holti. Þessi æskulýðsfélög starfa sam- an, fara t. d. í ferðalög saman. En hvernig skyldi nú svona æskulýðsfé- lag vera? Hvað er æskulýðsfélag? Við heimsóttum eitt þessara V________________________________ æskulýðsfélaga núna nýlega og lögðum leið okkar inn í Bústaða- kirkju. Það var glatt á hjalla þegar við komum inn, mikið sungið og það var greinilega mikill vinaandi sem ríkti meðal krakkanna enda heitir félagið þeirra „Vinir“. Þau sátu í hring og þannig virtist strax skapast traust á milli þeirra. Við spurðum krakkana, sem eru á aldrinum 13-16 ára, hvað þau gerðu í félaginu. Fjölbreytt starf Það er nú svo margt að það væri of langt mál að rekja það allt. Við sækj- um fundi einu sinni í viku og er þá mikið sungið og farið í leiki. Þó er alltaf eitthvert efni tekið fyrir á fund- unum — annaðhvort fáum við gesti eða við erum að undirbúa einhver verkefni sem okkur eru falin. Til dæmis þurfum við nú að fara að und- irbúa hluta af dagskrá fyrir ferðalag sem æskulýðsfélögin í Reykjavík og nágrenni munu fara í saman í febrú- ar. Svo fer að líða að æskulýðsdegin- um og við undirbúum hann öll. Fyrir jólin var mikill undirbúningur hjá okkur vegna Lúsíu-söngva sem við æfðum. Við fórum víða með Lúsí- urnar, t. d. á Grensásdeildina og á Droplaugarstaði. Þar var okkur mjög vel tekið. Það er svo gaman að gleðja fólk sem ekki getur verið heima á jólunum. Svo skemmtum við aldraða fólk- inu hér í sókninni á jólasamkomu þess í safnaðarheimilinu. Einnig sáum við um jólatréskemmtun fyrir börnin í sókninni milli jóla og nýárs. 50 ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.