Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1989, Page 4

Æskan - 01.04.1989, Page 4
Verðlaun fyrir barna- og unglingabækur Eðvarð Ingólfsson hlaut barna- og unglingabókaverðlaun Skólamálaráðs Reykjavíkur 1989 fyrir bók sína Meiri- háttar stefnumót. Meiriháttar stefnumót er sjöunda ungl- ingabók Eðvarðs og hefur Æskan gefið þær allar út. Hann vakti þegar athygli 1980 með fyrstu bók sinni, Gegnum bernskumúrinn. Hann samdi þá sögu 19 ára. t>ar var þroskaður unglingur að skrifa um það sem hann þekkti, veruleik- ann í lífí unglinga, drauma þeirra og þrár. í kjölfarið fylgdi sagan Birgir og Ásdís (1982) en hún er sjálfstætt framhald fyrstu bókarinnar. 1984 kom út bókin Eimmtán ára á föstu. Hún var í fyrstu prentuð í 2000 eintaka upplagi en það var ríflega meðal eintakafjöldi. Árin 1982 og einkum 1983 hafði verulega dregið úr Eðvarð Ingólfsson rithöfundur sölu bóka og var því ekki gert ráð fyrir mikilli sölu. Raunin varð sú að þessi eifl- tök seldust á skömmum tíma og var þvl prentað meira. Rétt þótti að fara varlega og var því látið sitja við 1500 eintök. En það sama varð uppi á teningnum. Um leið og prentsmiðjan afhenti þá viðbót höfðu borist svo margar pantanir frá bók- sölum að biðja varð um þriðju prentun — og síðar þá fjórðu. Ekki voru dæmi um að unglingabækur seldust í slíku upplag1 á þeim árum og því var farið hægum skrefum. Af bókinni seldust þau 5700 eintök sem tókst að prenta fyrir jólin 1984 og varð hún þriðja í röðinni af þeim bókum er þá seldust mest (samkvæmt könnun Kaupþings fyrir Félag íslenskra bókaút- gefenda) - og mest selda unglingabókin- Framhald sögunnar, Sextán ára í sambúð sem út kom 1985, varð metsölubók, sölu- hæst allra bóka á því hausti. Af henni seldust 6.800 eintök. Bækurnar Ástarbréf til Ara (1986), Pottþéttur vinur (1987) og Meiriháttar stefnumót (1988) tryggðu enn vinsældir Eðvarðs sem höfundar unglingabóka. Eðvarð hefur tekið fyrir í sögum sínum ýmislegt er aðrir hafa ekki fjallað eins ná- ið um. Samskiptum unglinga og foreldra þeirra, en þeim fylgja oft mikil sálarleg átök, lýsir hann frá mörgum hliðum og 31 raunsæi. Sambúð unglinga, sem ekki er algeng en þekkist þó, lýsir hann í Sextán ára í sambúð. Þar er einnig sagt frá fsð- ingu barns og með það efni fer hann af þeirri nærfærni og hlýju sem einkennir skrif hans. Vangaveltur unglinga og ungs fólks eiga sinn stað í bókunum - og að sjálfsögðu „skot“, hrifning og ást, sem mikið snýst um á unglingsárum. Eðvarð segir frá af einlægni svo að les' endur eiga auðvelt með að setja sig í sP°r söguhetja og honum er lagið að byggí3 söguna þannig upp að hann heldur at- hygli lesenda og vekur með þeim eftir' 4 ÆSKAJV

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.