Æskan

Volume

Æskan - 01.04.1989, Page 7

Æskan - 01.04.1989, Page 7
Tröllkarlinn sem vildi veiða fiðrildi eftir Báru Þórarinsdóttur (Bára Þórarinsdóttir er húsmóðir á Álftanesi. Hún hcfur lengi fengist við að semja smásögur fyrir börn cn ckki boðið þær til birtingar fyrr cn Æskunni nú í vetur) Einu sinni bjó afar stór tröllkarl J^PPÍ í Ásafjöllum. Hann langaði ressi ósköp til að veiða fiðrildi og jafnvel fara að safna þeim eins og Pla fólkið niðri á láglendinu. En ann hafði svo stórar hendur að ann vissi ekkert hvernig hann ftlti að fara að því að hremma Þau. Uglan var vitrust allra sem ,nggu þarna í skóginum. Hann Jjröi að fá hana sér til hjálpar. En vernig átti hann að finna ugluna? Jú, hún hlyti að heyra ef hann allaði á hana. En það var einn Salli á uglunni. Ef hann kallaði of att þá móðgaðist hún oftast og fór ^sv° ntikla fýlu að hún talaði ekki Vl hann svo að dögum skipti. etta voru ljótu vandræðin. Hann -r i að aefa sig í því að ná réttum raddstyrk. Svo fór hann að æfa sig. Fyrst ’°rnu sterk hljóð frá tröllkarlinum en á endanum heyrðist aðeins smátíst. Enda hafði fjöldi smáfugla safnast saman í kringum hann til að hlusta. Þeir héldu að tröllkarlinn væri að halda hljómleika. Tröllkarlinn skildi þetta ekki. Uglan hafði ekki látið sjá sig. Samt hafði hann kallað í öllum mögulegum tóntegundum. „Ég hef víst ekki hitt á rétt þegar ég var að æfa mig,“ hugsaði tröllkarlinn. Og svo byrjuðu stór tár að renna niður kinnarnar. Og tárin urðu svo mörg að það myndaðist stór tjörn þar sem þau féllu. Og sundfuglarnir voru ekki seinir á sér að fá sér sundsprett. Þeir héldu að tröllkarlinn væri bara vél sem byggi til polla. Enda fannst þeim hann stór-merkilegur. Loksins kom uglan. „Hvað er að sjá þetta,“ sagði hún, „hefurðu ekki vasaklút? Það eiga allir að hafa, sérstaklega ef þeir þurfa að snýta sér.“ Og þegar tröllkarlinn bar upp erindið sagði uglan að það ætti enginn að veiða fiðrildi. Það væri miklu betra að tína ber. Hann gæti fengið berjatínu lánaða hjá henni, svo gætu íkornarnir hjálpað honum við að búa til saft, þeir væru svo duglegir við það. Uglan var nokkurs konar verkstjóri þarna. Hún var svo dugleg að ráðskast. En hún var ósköp ágæt inni við beinið. Tröllkarlinum fannst þetta prýðis-hugmynd. Hann ætlaði ekkert að veiða fiðrildi. Þau voru svo falleg og máttu hans vegna fljúga um. En hann óskaði þess um leið að þetta litla mannfólk þarna niður frá hætti öllum fiðrildaveiðum líka. ÆSKAJST 7

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.