Æskan

Årgang

Æskan - 01.04.1989, Side 10

Æskan - 01.04.1989, Side 10
hafa verið tveir eða þrír. Við lærum mikið á þessum mótum og öðlumst reynslu þó að oftast sé við ofurefli að etja.“ - Tekur þú þátt í Norðurlandamóti á þessu ári? „Já, það verður í Finnlandi í apríl- lok.“ - Telur þú þig eiga möguleika á verðlaunasæti? „Ég á smámöguleika á góðum degi - mjög góðum degi! Maður verður að ná topp-árangri, sínu allra besta, og má ekki mistakast í neinu ef von á að vera um verðlaunasæti í slíkum mótum.“ - Þú hefur þá átt góðan dag fyrir skömmu, á alþjóðlegu móti í Reykja- vík. . . , Já, ég fékk gullverðlaun fyrir æfíng- ar á gólfí og stökk - deildi þeim með öðrum. Ég komst líka í úrslit í æfing- um á tvíslá og í hringjum. Sá sem varð jafn mér í fyrsta sæti varð annar á sænska meistaramótinu. Þar sem Svíar eru einna bestir Norðurlandaþjóðanna tel ég mig eiga smámöguleika á verð- launum á Norðurlandamótinu. Ef. . .“ - Á þessu Reykjavíkurmóti voru margir góðir fimleikamenn. . . frá ýmsum löndum. „Já, þar voru keppendur frá Búlgar- íu - þeir voru sterkastir - Belgíu, Lúxemborg, Skotlandi, Spáni og Sví- þjóð.“ - í hve mörgum greinum er keppt innan fimleika? „Það er keppt í æfingum á gólfi, tví- slá, svifrá og bogahesti, í hringjum og stökki af hesti. Á íslandsmótinu er keppt í bæði skylduæfingum og með frjálsri aðferð en á Reykjavíkurmótinu var einungis keppt í frjálsum æfing- um.“ Mjög gaman að leiKa golf Snóker, Keila, borðtennis og golf - Þú ert við nám. . . „Já, ég er á öðrum vetri í Verslunar- skólanum. Ég sleppti einu ári, 1987- 1988, vann þá og æfði mikið. Ég ætlaði að reyna að ná góðum árangri á Norð- urlandamótinu 1988 en það brást vegna meiðslanna.“ - Hefur þú áhuga á öðru en fimleik- um? „Já, ég á ýmis áhugamál. Mér finnst mjög gaman að leika golf og hef æft þá íþrótt í tvö sumur, reyndar þrjú en lítið það fyrsta. Finnur Oddsson hefur verið með mér í því. Ég hef líka leikið snóker (billjarð), keilu og borðtennis - annað veifið. Ég þjálfa einn af yngstu flokkunum í fimleikum - við þjálfum flestir eitt- hvað, strákarnir. Það þarf marga þjálf- ara fyrir allan fjöldann sem æfir.“ - Hverjir eru eftirlætistónlistarmenn þínir? „Ég hlusta mikið á tónlist, hvað sem er, undanfarið þó meira á þungt rokk og hrátt popp en annað, U-2 og slíkt.“ - Hefur þú dálæti á einhverjum dýr- um? - Leggja þjálfarar ykkur strangar lífsreglur? „Þjálfarar leiðbeina við æfingar og ráðleggja hvað heppilegt sé. Sjálfir verðum við að gera upp við okkur hvaða lífshætti við veljum. Þetta er ein- staklingsíþrótt og sérhver verður að hugsa um sjálfan sig, meta hvaða stefnu hann tekur ef hann vill ná góð- um árangri. Það reykir að sjálfsögðu enginn sem æfir íþróttir af alvöru - eða skemmir sig með vímuefnum. verður að borða mikið af hollum °8 góðum mat, hvílast vel og sinna æfing' um af kostgæfni.“ - Hefur þú verið ánægður með þjálf" ara þína? Meistaraflokkur Ármanns í fimleikum. Efri röð frá vinstri: Guðjón, Gísli Örn Garðarsson, Örvar Arnarson, Skarphéðinn Halldórsson. Neðri röð standandi: Skúli Malmquist, Jóhannes N. Sigurðsson, Axel Bragason, Jörgen Telln° 1 „Já, einkum hestum. Ég fór oft á hestbak í Bifröst og þigg það með þökkum ef tækifæri gefst.“ - Áttu systkini? „Ég á þrjár systur. Arnhildur er 19 ára, Edda Margrét 13 ára og Vala Védís fimm ára.“ - Æfa þær fimleika - eða aðrar íþróttir? „Arnhildur var í fimleikum í þrjú ár og náði ágætum árangri. Edda Margrét byrjaði ung að æfa, stuttu á eftir mér. Hún var í fimmta sæti á íslandsmótinu, er í landsliðinu að heita má. Vala Védís fór á nokkrar æfingar hjá KR en þótti hundleiðinlegt og hætti! Hún þolir eig- inlega ekki fimleika, fæst ekki til að horfa á keppni!“ „Já. Jónas er ágætur þjálfari og J®r gen er mjög hæfur. Hann hefur styrl\ Ármann mikið og fimleika hér á lan almennt.“ - Hefur þú sett þér takmark? „Já, að komast á verðlaunapafi a Norðurlandamóti og verða talinn g°° fimleikamaður - ekki aðeins á íslens an mælikvarða.“ Ég veit að Guðjón gerir sitt besta þess. Hann hefur hæfileika, áhuga atorku. Megi það takast! til og Te»ti: Jg Myndir: nU 10 ÆSKATT

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.