Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1989, Síða 13

Æskan - 01.04.1989, Síða 13
Fyrsta kurkjuferðin eftir Ingunni Þórðardóttur. að var mikið um að vera. Ekki nóg eð að jólin væru komin í allri sinni ' rð heldur átti að skíra litla frænda annan jóladag. hegar maður er þriggja ára er tveggja manaða frændi ósköp lítill en um leið mlðg merkilegur á sinn hátt. rændinn er minnstur allra í fjöl- s yldunni og heitir ekkert enn þá. pabh'nn *ær na^nrð sitt í kirkju í dag og ti, 1 ætlar með drenginn þriggja ára a vera við messu. þarfanima fær ekki að fara með. Hún er á VCra ^etma með litlu systur sem 0 a ° ru ári og getur aldrei verið kyrr en e , Þa8að. Hún skilur fjarska lítið Verið H ^eyndar hafa pabbi og mamma 1 álítið áhyggjufull yflr syninum. að hT ^ ne^n^e§a skelfing erfitt með ^rru fyrtr nema örstutta 0g , 1 einu- Einnig er hann símasandi bh^-dr og gerir athugasemdir ailgu ^ vhr hinu ólíklegasta sem fyrir ^arnma er vantrúuð á að strákur geti setið stilltur og hljóður meðan heil guðþjónusta fer fram. Þess vegna æfði hún drenginn nokkrum sinnum. Þau settust bæði í stóla í stofunni og létust vera í kirkju. Mamma mátti tala því að hún varð að segja frá því í stórum dráttum hvernig messan færi fram. Aðaláhersla var lögð á að drengurinn væri stilltur, sæti kyrr hjá pabba, stæði ekki á fætur til að skoða neitt sem vekti áhuga hans. Ekki mátti tala allan tímann. Ekki hvísla einu sinni þó að mikið lægi við. Þessu var tekið alvarlega og drengur- inn lofaði öllu fögru. Hann var svo stór og var að fara til kirkju einn með pabba til heiðurs litla frænda og öllu hinu skyldfólkinu sem yrði viðstatt. Hann myndi ekki haga sér illa. Mamma kvaddi feðgana og var enn ekki trúuð á efndir loforðanna. Hún gat naumast hugsað sér fjörkálf- inn litla sitja kyrran og þöglan undir predikun og sálmasöng. Skírnin og öll athöfnin yrði líklega tilefni margra spurninga. Vonandi biði drengurinn með þær allar þar til heim væri komið. Feðgarnir tilkynntu heimkomu sína með því að hringja dyrabjöllunni. Pabbi var afar stoltur yfir góðri hegðun sonar síns, átti varla orð yfir stillingu barnsins. Drengurinn átti aftur á móti til mörg orð. Hann var óðamála og hafði ýmis- legt að segja. „Mamma! Veistu það að ég sat alveg kyrr allan tímann hjá pabba. Ég var bestur en stóra fólkið var allt- af að standa upp og hreyfa sig. Allir stóðu á fætur. Pabbi líka en ekki ég. Presturinn var alveg fjúkandi reiður. Hann rétti oft fram hendurnar til að láta fólkið setjast og svo talaði hann og söng hátt. Svona var þetta alltaf. Fólk- ið settist eða stóð upp.“ Mamma átti erfitt með að byrgja inni hláturinn yfir þessari hástemmdu ræðu. Drengnum hafði verið kennt að ekki mætti standa á fætur eða tala til að trufla ekki helga athöfn. Hann hafði staðist raunina. Stóra fólkið hafði brugðist og brotið allar reglur. Þriggja ára á maður margt ólært um messusiði, guðspjöll og blessunarorð, hvernig á að sitja og standa, hvenær á að syngja, tala eða hafa hljóð. Mamma og pabbi hrósuðu drengn- um á hvert reipi fyrir góða frammi- stöðu. „En hvernig var litli frændi?“ spurði mamma að lokum. „Var hann stilltur eins og þú?“ „Já, nú heitir hann Sigmar og það er fínt nafn,“ var svarað að bragði. „Og hann má vera með læti í kirkj- unni því hann er nú bara lítið barn.“ Drengurinn þriggja ára hafði dregið þá ályktun af viðburðum dagsins að börnum mætti fyrirgefa margt sem þeim yrði á í kirkju. En framkomu stóra fóksins, sem hvorki sat kyrrt né þagði við messugjörð, ætti að taka til nánari athugunar. (Ingunn Þórðardóttir er hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar nú sem húsmóðir í Reykjavík. Allmargar smásögur cftir hana hafa birst í Les- bók Morgunblaðsins og Vikunni og verið lesnar í Ríkisútvarpi. Hún hefur einnig samið stutta lcik- þætti og hafa nokkrir verið birtir í Æskunni) ÆSKAN 13

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.