Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 44

Æskan - 01.04.1989, Blaðsíða 44
Frímerkj aþáttur Maður er nefndur Guðni F. Gunnarsson. Hann sér um ungl- ingastarf innan félags frímerkja- safnara í Reykjavík. En hann er líka unglingafulltrúi Landssam- bands íslenskra frímerkjasafnara og hefur sem slíkur tvívegis, ef ekki þrisvar, farið með hóp ungl- inga í keppni á frímerkjasýning- um erlendis. Sjáum hvað segir í fréttabréfi frá honum: „Dagana 18.-20. nóvember sl. var haldin frímerkjasýningin FRIMUNG 88 í Stokkhólmi. í henni tóku þátt af íslands hálfu þeir Magnús Helgason, sem sýndi úr safni sínu frá Finnlandi, og Viggó Örn Jónsson sem sýndi hluta úr safni sínu af yfirprentun- um á frímerkjum. Þeir hlutu báð- ir bronsverðlaun fyrir söfn sín. Það munu liðin u.þ.b. 20 ár síðan íslenskir unglingar tóku fyrst þátt í frímerkjasýningu á er- lendri grund. Það er von mín að- þetta sé aðeins upphafið að stór- aukinni þátttöku íslenskra ungl- inga í sýningum erlendis." Ilýjar frímerkjaútgáfur Nokkuð hefur verið gefið út af íslenskum frímerkjum síðan við vorum síðast með frímerkjaþátt hér í Æskunni. Þar er þá fyrst að nefna frímerkin með myndum ís- lenskra fugla. Þau skreyta mynd- ir af óðinshana og sólskríkju. Óðinshani og sólshríkja Óðinshaninn cr einn af vinsælustu ís- lensku fuglunum. Hann er vaðfugla- ættar þótt hann sé einnig sundfugl. í stað eiginlcgra fitja cr hann með sér- stakar sundblöðkur á tánum. Hann cr oft kallaður sundhani og flýtur eins og korkur á vatni. Þykir mörgum gaman að horfa á hann hringsnúast á vatninu við fæðuleit sína en hver hringur varir aðeins eina sckúndu. Óðinshani er hér alger farfugl og kemur næstseinastur allra íslenskra varpfugla á vorin, eða ekki fyrr en upp úr 15 maí. Að hætti flcstra ann- arra vaðfugla vcrpir hann fiórum eggjum. Strax í júnílok fara óðinshan- ar að hópa sig, leita þá til sjávar og byrja að skipta um fiaðrabúning. Stærstu hóparnir sjást í seinni hluta júlí, jafnvcl þúsundir fugla saman. 1 ágústlok eru óðinshanar að mestu horfnir frá landinu. Þcir cru því hér aðeins u.þ.b. þrjá mánuði á hverju ári. Vctrarstöðvar íslenskra óðinshana eru óþckktar en þótt þctta séu litlir fuglar halda þeir sig úti á reginhafi. Talið er að íslenskir óðinshanar hafi vetrarsetu við sunnanverðan Ara- bíuskaga, ólíkt öðrum íslcnskum fuglum. Sólskríkja/snjóttittlingur cr mjög út- breiddur varpfugl um land allt. Er hann oft nefndur sólskríkja á sumrtn- Á veturna fljúga snjótittlingar um 1 hópum og er þetta lang-algcngasta tegund spörfugla sem hefur vetrar- setu hér á landi. í jarðbönnum le>ta þeir sér ætis þúsundum saman 1 kringum byggð ból. Fjöldamargir Is- lcndingar hafa þá þann sið að gauka að þeim einhverju ætilegu. Stofnsettt Þorsteinn Erlingsson skáld mcira að segja sérstakan Sólskríkjusjóð til þcss að styrkja frækaup handa snjótitthng- Unglingastarf Enn fremur segir Guðni í bréfi til Frímerkjaklúbbs Æskunnar: „Við sem störfum í FF hér í Reykjavík höfum séð ánægjulega breytingu síðustu misserin. FF felldi niður aldurslágmark fyrir fáum árum. Strax í kjölfar þess jókst þátttaka barna og unglinga í félagsstarfinu. Flest eru á aldrin- um 10-15 ára. Til að koma til móts við þarfir þeirra hefur félag- ið gengist fyrir námskeiðum í frímerkjasöfnun. Jafnframt þessu hafa félögin hér á Reykjavíkursvæðinu, í sam- ráði við tómstundastarf í grunn- skólunum, gengist fyrir fræðslu um frímerkjasöfnun í Árbæjar- skóla og Ölduselsskóla. Fyrir- hugað er að íleiri skólar komi inn í starf þetta. Mikil breyting hefur orðið á vegna kennsluefnis sem fékkst frá Svíþjóð. Það efni hefur verið staðfært og þýtt. Þá hefur ísland tekið upp sam- starf við önnur Norðurlönd. Stofnað var samband ungra safn- ara á Norðurlöndum, nefnt SNU. Við tókum fyrst þátt í slíku sam- starfi í spurningakeppni um Al- fred Nobel (ævi hans og frí- merkjaútgáfur tengdar honum) í Stokkhólmi 1986. Að fenginni góðri reynslu var ákveðið að halda slíka keppni ár- lega á frímerkjasýningum fyrir unglinga. Næsta keppni verður í Janköping í Svíþjóð í október á þessu ári. Fyrirhugað er að halda árlega unglingasýningu í ein- hverju Norðurlandanna. Reynt verður að auka kynni barna og unglinga með því að fara hópferð- ir á slíkar sýningar. Á döfinni er einnig að reyna frímerkjaskipti milli landa og halda leiðbeinendanámskeið fyrir þá sem um starfið sjá.“ Þar sem ég veit að einhverjir af félögum Frímerkjaklúbbs Æsk- unnar hafa tekið þátt í þessu starfi hefur mér dottið í hug að við verðum virk í samstarfinu. Það getum við gert með því að mynda samband einstaklinga og félaga sem vinna að unglingastarfi meðal frímerkjasafnara. Þá mætn stofna eins konar unglingasam- band sem bæði starfaði hér inn- anlands og næði út fyrir land' steinana. Við höfum þegar sam- band á Álandseyjum eins og P1( vitið. Hvort þetta yrði sérstakt samband íslenskra frímerkjasafn- ara á unglingsaldri eða starla yrði með Landssambandi lS' pj* lenskra frímerkjasafnara óákveðið enn. Þess vegna bið c§ ykkur að skrifa mér nú og láia mig vita hvað ykkur finnst um málið. Því íleiri því betra. Þrjú a ykkur sem stundum eru í sain bandi við mig vilja gjarna að V1 verðum með í slíku samstarfi- Látið heyra frá ykkur. Utan áskriftin er: Sigurður H. Þorsteinsson. Laugarhóli, 510 Hólmavík. Tvær reykvískar stúlkur ha^a gengið í frímerkjaklúbbinn: Theódóra Anna Torfadóttir, Leifsgötu 25, 101 Reykjavík, - Gunnur Róbertsdóttir, Freyjugötu 43, 101 ReykjavíL___, 44 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.