Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1989, Qupperneq 44

Æskan - 01.04.1989, Qupperneq 44
Frímerkj aþáttur Maður er nefndur Guðni F. Gunnarsson. Hann sér um ungl- ingastarf innan félags frímerkja- safnara í Reykjavík. En hann er líka unglingafulltrúi Landssam- bands íslenskra frímerkjasafnara og hefur sem slíkur tvívegis, ef ekki þrisvar, farið með hóp ungl- inga í keppni á frímerkjasýning- um erlendis. Sjáum hvað segir í fréttabréfi frá honum: „Dagana 18.-20. nóvember sl. var haldin frímerkjasýningin FRIMUNG 88 í Stokkhólmi. í henni tóku þátt af íslands hálfu þeir Magnús Helgason, sem sýndi úr safni sínu frá Finnlandi, og Viggó Örn Jónsson sem sýndi hluta úr safni sínu af yfirprentun- um á frímerkjum. Þeir hlutu báð- ir bronsverðlaun fyrir söfn sín. Það munu liðin u.þ.b. 20 ár síðan íslenskir unglingar tóku fyrst þátt í frímerkjasýningu á er- lendri grund. Það er von mín að- þetta sé aðeins upphafið að stór- aukinni þátttöku íslenskra ungl- inga í sýningum erlendis." Ilýjar frímerkjaútgáfur Nokkuð hefur verið gefið út af íslenskum frímerkjum síðan við vorum síðast með frímerkjaþátt hér í Æskunni. Þar er þá fyrst að nefna frímerkin með myndum ís- lenskra fugla. Þau skreyta mynd- ir af óðinshana og sólskríkju. Óðinshani og sólshríkja Óðinshaninn cr einn af vinsælustu ís- lensku fuglunum. Hann er vaðfugla- ættar þótt hann sé einnig sundfugl. í stað eiginlcgra fitja cr hann með sér- stakar sundblöðkur á tánum. Hann cr oft kallaður sundhani og flýtur eins og korkur á vatni. Þykir mörgum gaman að horfa á hann hringsnúast á vatninu við fæðuleit sína en hver hringur varir aðeins eina sckúndu. Óðinshani er hér alger farfugl og kemur næstseinastur allra íslenskra varpfugla á vorin, eða ekki fyrr en upp úr 15 maí. Að hætti flcstra ann- arra vaðfugla vcrpir hann fiórum eggjum. Strax í júnílok fara óðinshan- ar að hópa sig, leita þá til sjávar og byrja að skipta um fiaðrabúning. Stærstu hóparnir sjást í seinni hluta júlí, jafnvcl þúsundir fugla saman. 1 ágústlok eru óðinshanar að mestu horfnir frá landinu. Þcir cru því hér aðeins u.þ.b. þrjá mánuði á hverju ári. Vctrarstöðvar íslenskra óðinshana eru óþckktar en þótt þctta séu litlir fuglar halda þeir sig úti á reginhafi. Talið er að íslenskir óðinshanar hafi vetrarsetu við sunnanverðan Ara- bíuskaga, ólíkt öðrum íslcnskum fuglum. Sólskríkja/snjóttittlingur cr mjög út- breiddur varpfugl um land allt. Er hann oft nefndur sólskríkja á sumrtn- Á veturna fljúga snjótittlingar um 1 hópum og er þetta lang-algcngasta tegund spörfugla sem hefur vetrar- setu hér á landi. í jarðbönnum le>ta þeir sér ætis þúsundum saman 1 kringum byggð ból. Fjöldamargir Is- lcndingar hafa þá þann sið að gauka að þeim einhverju ætilegu. Stofnsettt Þorsteinn Erlingsson skáld mcira að segja sérstakan Sólskríkjusjóð til þcss að styrkja frækaup handa snjótitthng- Unglingastarf Enn fremur segir Guðni í bréfi til Frímerkjaklúbbs Æskunnar: „Við sem störfum í FF hér í Reykjavík höfum séð ánægjulega breytingu síðustu misserin. FF felldi niður aldurslágmark fyrir fáum árum. Strax í kjölfar þess jókst þátttaka barna og unglinga í félagsstarfinu. Flest eru á aldrin- um 10-15 ára. Til að koma til móts við þarfir þeirra hefur félag- ið gengist fyrir námskeiðum í frímerkjasöfnun. Jafnframt þessu hafa félögin hér á Reykjavíkursvæðinu, í sam- ráði við tómstundastarf í grunn- skólunum, gengist fyrir fræðslu um frímerkjasöfnun í Árbæjar- skóla og Ölduselsskóla. Fyrir- hugað er að íleiri skólar komi inn í starf þetta. Mikil breyting hefur orðið á vegna kennsluefnis sem fékkst frá Svíþjóð. Það efni hefur verið staðfært og þýtt. Þá hefur ísland tekið upp sam- starf við önnur Norðurlönd. Stofnað var samband ungra safn- ara á Norðurlöndum, nefnt SNU. Við tókum fyrst þátt í slíku sam- starfi í spurningakeppni um Al- fred Nobel (ævi hans og frí- merkjaútgáfur tengdar honum) í Stokkhólmi 1986. Að fenginni góðri reynslu var ákveðið að halda slíka keppni ár- lega á frímerkjasýningum fyrir unglinga. Næsta keppni verður í Janköping í Svíþjóð í október á þessu ári. Fyrirhugað er að halda árlega unglingasýningu í ein- hverju Norðurlandanna. Reynt verður að auka kynni barna og unglinga með því að fara hópferð- ir á slíkar sýningar. Á döfinni er einnig að reyna frímerkjaskipti milli landa og halda leiðbeinendanámskeið fyrir þá sem um starfið sjá.“ Þar sem ég veit að einhverjir af félögum Frímerkjaklúbbs Æsk- unnar hafa tekið þátt í þessu starfi hefur mér dottið í hug að við verðum virk í samstarfinu. Það getum við gert með því að mynda samband einstaklinga og félaga sem vinna að unglingastarfi meðal frímerkjasafnara. Þá mætn stofna eins konar unglingasam- band sem bæði starfaði hér inn- anlands og næði út fyrir land' steinana. Við höfum þegar sam- band á Álandseyjum eins og P1( vitið. Hvort þetta yrði sérstakt samband íslenskra frímerkjasafn- ara á unglingsaldri eða starla yrði með Landssambandi lS' pj* lenskra frímerkjasafnara óákveðið enn. Þess vegna bið c§ ykkur að skrifa mér nú og láia mig vita hvað ykkur finnst um málið. Því íleiri því betra. Þrjú a ykkur sem stundum eru í sain bandi við mig vilja gjarna að V1 verðum með í slíku samstarfi- Látið heyra frá ykkur. Utan áskriftin er: Sigurður H. Þorsteinsson. Laugarhóli, 510 Hólmavík. Tvær reykvískar stúlkur ha^a gengið í frímerkjaklúbbinn: Theódóra Anna Torfadóttir, Leifsgötu 25, 101 Reykjavík, - Gunnur Róbertsdóttir, Freyjugötu 43, 101 ReykjavíL___, 44 ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.