Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 4

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 4
Selurinn Snorri á húsavík Texti og myndir: Jóhannes Sigurjónsson, Húsavík. Á sjómannadaginn eru sjómenn, þeir sem sækja fisk á sæ og færa björg í bú, heiðraðir. Á þessum degi vilja hins vegar aðrir sem einnig lifa af sjónum og sjávarfangi gleymast. Og það hefur kannski verið þess vegna sem selurinn Snorri heimsótti Húsavík á sjómannadaginn síðasta, svona rétt til að minna á sig og sína líka. Þegar þau hjónin, Stefán Svein- björnsson og Hera Hermannsdóttir, voru á gangi í Kaldbaksfjöru sunn- an Húsavíkur á sjómannadag hittu þau einmitt selinn Snorra. Snorri er kópur og var þarna líklega ekki nema 2ja vikna gamall. Hann var óttalega veikburða og pasturslítill og auðsjáanlega glorhungraður. Stefán Friðrik Stefánsson með se/inn Snorra■ ■ „Það var ekki hægt að horfa upp á litla skinnið mæna á mann þessum stóru vonaraugum án þess að reyna að bjarga honum, þrátt fyrir að maður vissi að ef Snorri fengi að dafna þá yrði hann í harðri sam- keppni við sjómennina okkar um fiskinn,“ sagði Stefán. Og þau hjón tóku Snorra sem sé heim með sér og hlúðu að honum eftir bestu getu. Snorri varð strax mjög hændur að heimilisfólkinu og ekki síður börnunum í nágrenninu. Sérstaklega var sonurinn á heimil- inu, Stefán Friðrik Stefánsson, í miklu dáleikum hjá Snorra og kóp- urinn fylgdi drengnum hvert fótmál og leið illa þegar vinur hans var ekki nærri. Snorri var lengi tregur til a borða þó að svangur væri. Það var reynt að koma ofan í hann mjólk’ lifur og lýsi en gekk ekki vel fyrst 1 stað. Sérstaklega var erfitt að geta honum lýsið, hann sullaði svo voða lega og eftir eina lýsisgjöfina þurttl að þvo honum hátt og lágt með har löðri! En smátt og smátt fór hann a innbyrða fæðuna og þegar hann hafði braggast allverulega var haItn auðvitað sendur í sveit eins og ttt:t^r um börn og unglinga á Húsavík. ® hann dvelst nú í góðu yfirlæh a bænum Breiðuvík á Tjörnesi, nor an Húsavíkur. En börnin í hverfinu sakna sann arlega vinar síns, hans Snorra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.