Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 20

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 20
Sagan um Bjarkmund Framhaldssaga eftir Bjarka Bjarnason Bjarkmundur, sem eiginlega varð „ekki neitt nema stór,“ er ájerðalagi með hjólbörurnar sínar. Lítið lamb varð á vegi hans, elti hann ogjarmaði eins og það væri að gráta. Bjark- mundur bauð því að sitja í hjólbörun- um en tveir karlar, sem komu að á bíl, skömmuðu hannJyrir að ætla að stela lambinu. Hann horjði á þá með stóru, saklausu augunum sínum og þá hættu þeir að Jjargviðrast. Annar þeirra spurði: - Viltu þá ekki halla þér íjjárhús- inu hjá mér, vinurinn? - Jú, kannski ég fái að halla mér í jötunni hjá þér. - Getum við bara ekki skutlað hjól- börunum upp á toppinn á bílnum og þú kemur svo bara með okkur, sagði hinn karlinn. - Jú, það er kannski satt, sagði Bjarkmundur aumingjalega. Þegar þeir höfðu bundið hjólbörurn- ar niður á toppgrindina þá settist Bjark- mundur inn í bílinn. Það endaði með því að hann fékk að halda á litla lamb- inu í fanginu. Mamman var búin að festa sig í girðingu rétt hjá sveitabæn- um. Bjarkmundur og karlarnir hjálpuð- ust að við að losa hana. Kindin byrjaði strax að sleikja lambið og kumraði ánægjulega á meðan. - Eigum við ekki að skutla þér út í fjárhús, sögðu karlarnir. - Jú, takk, ansaði Bjarkmundur. Annar karlinn byrjaði allt í einu að hlæja fíflalega og syngja jólasálm: „Hann var í jötu lagður lágt, lagður lágt“. Fyrir utan fjárhúsið þakkaði Bjark- mundur körlunum fyrir farið og bauð góða nótt. Honum fannst vera hlýlegt inni í fjár- húsinu og lyktin af heyinu og skítnum fannst honum góð. Hann lagðist strax í jötuna og þá fann hann að hann var dauðþreyttur eftir daginn. Það var nota- legt suð í eyrunum á honum. Það var suð sem var blanda af jarmi, fuglasöng og grasi sem var að vaxa. Hann lyktaði að heyinu sem var ofan á honum og hugsaði: „Það er eins gott að þetta gras er steindautt og hætt að vaxa annars mundi það kannski vaxa mér yfir höf- uð.“ Svo hugsaði Bjarkmundur ekki fleira. Hann var steinsofnaður °S dreymdi ekki baun í bala. - Hver var hann þessi maður? - Hvað gerði hann? - Hvert var hann að fara? - Hvar átti hann heima? Þetta eru erfiðar spurningar og el&' inlega ekki hægt að svara þeim nema með því að segja: Þetta er bara hann Bjarkmundur. Ég veit ekki einu sinn1 hvers son hann er. Hann á bara heima þar sem hann er. Hann deyr á haustm en lifnar aftur á vorin eins og hundasut' urnar sem hann etur. Bjarkmundur svaf og svaf og eng11111 barði að dyrum hjá honum í fjárhúsinu- Eftir tvo daga var loksins bankað V1 fjárhúshurðina og Bjarkmundur f°r fram úr jötunni til að opna. Fyrir utan stóð kona með skóflu ' höndunum. Henni dauðbrá og buna út úr sér: 20ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.