Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 21

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 21
~ Ég heiti María, ég var bara send til að moka út úr fjárhúsinu. Bjarkmundur klóraði sér og vissi ekkert hvað hann átti að segja. Hann bara steinþagði. ~ Hvað ert þú annars að gera hér? sPurði María. ~ Ég er bara hérna, sagði Bjark- uiundur. ~ Varstu að stela einhverju? ~ Nei, mig langar ekki til að eiga ueitt. ~ Varstu sofandi? ~ Það er víst. Þau þögðu bæði og þeim fannst ágætt að þegja. Svo sagði Bjarkmundur: ~ Ertu að fara að moka skít? ~ Já, svaraði María. ~ Ég ætti kannski að hjálpa þér! Ég er hérna með hjólbörur með mér. ~ Það væri fínt, sagði María. Svo byrjuðu þau að moka kindaskítn- Um upp í hjólbörurnar og Bjarkmundur Uaut sín við að aka þeim út að skíta- augnum og sturta úr þeim. Þau höm- uðust og hömuðust og sögðu ekki orð. au bara mokuðu, keyrðu og sturtuðu. etta gekk mjög vel hjá þeim og þau y°ru búin að hreinsa úr húsunum um hvöldið. Þá sagði María við Bjarkmund: ~ Þakka þér kærlega fyrir hjálpina, ,arkmundur. Það var gaman að tala Vtð þig Tala við mig, hugsaði Bjarkmund- Ur’ við sem sögðum ekki orð allan lið- angan daginn. Éjarkmundur leit upp og augu þeirra ^ttust andartak. J*á skildi Bjarkmundur hvað María afði verið að meina. Hún gekk til hans og kyssti hann eint á munninn. Svo labbaði María burt með skófluna Slna en Bjarkmundur varð eftir með )°lbörurnar sínar og horfði gapandi á e tir Maríu. Hann sá Maríu aldrei aftur en hann gsaði oft um það sem hún hafði sagt v‘ð hann: g.»Þakka þér kærlega fyrir hjálpina, )arkrnundur, það var gaman að tala ^ þig.“ ^egar hann hugsar um Maríu þá engur honum vel að sofna. Framhald. Barnastúkan Stjarnan Barnastúkan Stjarnan nr. 103 á Akranesi starfaði um áratuga skeið með miklum krafti. Upp úr 1975 fór heldur að dofna yfir starfinu og árið 1984 lagðist það alveg niður. í desember á síðasta ári boðaði sr. Björn Jónsson sóknarprestur börn úr níu og tíu ára bekkjum barnaskólanna á Akranesi til fundar og var sú ákvörðun tekin að hefja barnastúkustarfið að nýju. Fékk hann til liðs við sig nokkra félaga úr eldri stúkunni þar í bænum, Akurblóminu nr. 3, og voru haldnir mánaðarlegir fundir fram til vors, við vaxandi þátttöku og mikinn áhuga barnanna. Félagar Stjörnunnar tóku þátt í vormóti Unglingareglunnar í Galtalækjarskógi um Jónsmessuna. Ætlunin er að hefja starfið með auknum þrótti á komandi hausti. Myndin var tekin á fundi í febrúarmánuði síðastliðnum. Hún birtist í blaði Akurnesinga, Skagablaðinu, og þar var tekið fram að endurvakning barnastúkunnar væri andsvar æskunnar við samþykkt bjórfrumvarpsins. ÆSKAJST 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.