Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.06.1989, Qupperneq 21

Æskan - 01.06.1989, Qupperneq 21
~ Ég heiti María, ég var bara send til að moka út úr fjárhúsinu. Bjarkmundur klóraði sér og vissi ekkert hvað hann átti að segja. Hann bara steinþagði. ~ Hvað ert þú annars að gera hér? sPurði María. ~ Ég er bara hérna, sagði Bjark- uiundur. ~ Varstu að stela einhverju? ~ Nei, mig langar ekki til að eiga ueitt. ~ Varstu sofandi? ~ Það er víst. Þau þögðu bæði og þeim fannst ágætt að þegja. Svo sagði Bjarkmundur: ~ Ertu að fara að moka skít? ~ Já, svaraði María. ~ Ég ætti kannski að hjálpa þér! Ég er hérna með hjólbörur með mér. ~ Það væri fínt, sagði María. Svo byrjuðu þau að moka kindaskítn- Um upp í hjólbörurnar og Bjarkmundur Uaut sín við að aka þeim út að skíta- augnum og sturta úr þeim. Þau höm- uðust og hömuðust og sögðu ekki orð. au bara mokuðu, keyrðu og sturtuðu. etta gekk mjög vel hjá þeim og þau y°ru búin að hreinsa úr húsunum um hvöldið. Þá sagði María við Bjarkmund: ~ Þakka þér kærlega fyrir hjálpina, ,arkmundur. Það var gaman að tala Vtð þig Tala við mig, hugsaði Bjarkmund- Ur’ við sem sögðum ekki orð allan lið- angan daginn. Éjarkmundur leit upp og augu þeirra ^ttust andartak. J*á skildi Bjarkmundur hvað María afði verið að meina. Hún gekk til hans og kyssti hann eint á munninn. Svo labbaði María burt með skófluna Slna en Bjarkmundur varð eftir með )°lbörurnar sínar og horfði gapandi á e tir Maríu. Hann sá Maríu aldrei aftur en hann gsaði oft um það sem hún hafði sagt v‘ð hann: g.»Þakka þér kærlega fyrir hjálpina, )arkrnundur, það var gaman að tala ^ þig.“ ^egar hann hugsar um Maríu þá engur honum vel að sofna. Framhald. Barnastúkan Stjarnan Barnastúkan Stjarnan nr. 103 á Akranesi starfaði um áratuga skeið með miklum krafti. Upp úr 1975 fór heldur að dofna yfir starfinu og árið 1984 lagðist það alveg niður. í desember á síðasta ári boðaði sr. Björn Jónsson sóknarprestur börn úr níu og tíu ára bekkjum barnaskólanna á Akranesi til fundar og var sú ákvörðun tekin að hefja barnastúkustarfið að nýju. Fékk hann til liðs við sig nokkra félaga úr eldri stúkunni þar í bænum, Akurblóminu nr. 3, og voru haldnir mánaðarlegir fundir fram til vors, við vaxandi þátttöku og mikinn áhuga barnanna. Félagar Stjörnunnar tóku þátt í vormóti Unglingareglunnar í Galtalækjarskógi um Jónsmessuna. Ætlunin er að hefja starfið með auknum þrótti á komandi hausti. Myndin var tekin á fundi í febrúarmánuði síðastliðnum. Hún birtist í blaði Akurnesinga, Skagablaðinu, og þar var tekið fram að endurvakning barnastúkunnar væri andsvar æskunnar við samþykkt bjórfrumvarpsins. ÆSKAJST 21

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.