Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 28

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 28
VÍSINDA ÞÁTTUR Umsjón: Þór Jakobsson Framstæð neðri vör var erfðaeinkenni í svonefndri Habsborgarætt. Til vinstri er Maximiiian keisari sem uppi var á 15. öld, forfaðir Alfonso konungs 13. á 19. öld, fjórum öldum síðar. Kæru Æskulesendur! Þátturinn verður í styttra lagi að þessu sinní en ég minni ykk- ur á að senda óskír og tillögur um ejni. Skrijið þættinum um athuganír ykkar og heilabrot. Njótið sumarsins - sem mest úti! Þið hafið sjálfsagt heyrt talað um og jafnvel tekið sjálf eftir því hve skyldmenni eru lík í útliti og skapi. Þetta eru gömul sannindi en vísindin um erfðir og erfðaeig- inleika fást við að útskýra nánar hvernig á þessu stendur. Margar gátur eru óleystar í þessum vís- indum sem öðrum. (Erfðir eru ferli sem upplýsingar berast með frá einni kynslóð til annarrar.) Líkami okkar er byggður úr frumum. Þær eru smæstu og ein- földustu einingar líkama okkar. Það er sannarlega mikill frumu- her sem sérhver hefur yfir að ráða. Um 50 milljón milljónir fruma eru í einum líkama! Alla jafna hugsa menn ekkert út í þessa furðulegu staðreynd. En hér í vísindaþætti Æskunnar höfum við stundum talað um hve gagnlegt það er að furða sig á því sem kallað er hversdagslegt. Þeg- ar nánar er að gáð er eiginlega allt sem fyrir ber umhugsunarefni. Galdurinn felst í því að staldra við og gefa sér tíma til að íhuga fyrirbærin í kringum sig frá ólík- um sjónarhornum. Forvitni, ímyndunarafl og eljusemi eru þeir eiginleikar sem leggja þarf mesta rækt við ef menn ætla að verða góðir vísindamenn. „Undr- unin er upphaf viskunnar“ hljóð- ar gamalt spakmæli en hug- myndaílug og iðni við þekkingar- leitina kemur mönnum áleiðis til skilnings á umheiminum. En snúum okkur aftur að frumunni eftir þessa áminningu. Þótt hún sé einfaldasta einingin sem myndar veíi líkamans reynist hún sjálf býsna flókin við nánari skoðun. í frumunni er m.a. (meðal annars) kjarni. En í kjarna allra fruma, nema svonefndra eggja- og sáðfruma, eru 46 mjög sérstæðir hlutar kallaðir litning- ar. Þeir hafa að geyma þær ein- ingar sem lífið er grundvallað a. Hver litningur er gerður ur þráðum úr efni sem kallast þvl 1 langa og óþjála nafni de-oxý-ríbo- kjarnsýra. Nafnið er skammstaf- að með stöfum úr heitinu d, k og s - og gengur því undir nafninu DKS. DKS-þræðirnir eru ótrú- lega mjóir og hlykkjóttir. Þráður úr einni frumu er um metn a lengd! Hann er ein tegund sam- eindar sem er gerð úr milljónum frumeinda. DKS er sem sagt efnið sem litningar eru gerðir úr. Þetta efm ber með sér allar erfðaupplýsing' ar okkar í formi gena, eða arfbera í eins og gen eru stundum kölluð. DKS-sameindin er geysiflókin. Þótt talsvert sé vitað um upp' byggingu hennar er hún þó enn mikið rannsóknarefni vísinda- manna. Þið getið lesið meira um þessa merkilegu sameind í ýms- um kennslubókum eða t.d. 1 kafla um frumurnar í bókinn1 „Líkami mannsins og lækningar sem bókaútgáfan „Örn og Örlyg' ur“ gaf út árið 1985. Snemma á fósturskeiði skilur að sjá - fisks, fugls, svíns og manns. . . ekki mikið á milli hið íslenska náttúrufræðifélag 100 ára Hið íslenska náttúrufræðifélag er virðulegt heiti á félagi sem á 100 ára afmæli um þessar mundir en það var stofnað árið 1889. Fé- lagið er fyrir alla sem hafa áhuga á náttúrunni og náttúruvísindum. Það stendur fyrir stuttum og löngum fræðsluferðum um land- ið, fyrirlestrum og útgáfu tíma- ritsins „Náttúrufræðingurinn“. Náttúrugripasafn var stofnað á vegum þess og er það nú í umsjá Náttúrufræðistofnunar við Hlemm í Reykjavík. Það var draumur frumherjanna og hefur verið baráttumál margra öll þessi ár að veglegt hús fyrir náttúrufræðisafn yrði reist. Er lendis eru vísinda- og tæknisó n mjög vinsæl hjá öllum almVIin, ingi, ekki síst unga fólkinu. P''1 miður hefur íslendingum miste ist. Skilningsleysi stjórnvalda og sundurþykki fræðimanna ha valdið. Ótal nefndir hafa verl stofnaðar og mikið verið talað erl ekkert gert að gagni. Kæru lesendur Æskunnar- P* eruð næsta kynslóð. Ætlið þö a sitja við orðin tóm - eða k01iaa sjálfsögðum hlutum í verk? 1,1 ráðið - bráðum! 28 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.