Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 12

Æskan - 01.06.1989, Blaðsíða 12
Leidbeinendur og garðyrkjufólk í skólagörðunum í Laugardal. sér stór og myndarleg hús. Að vísu er það ekki framtíðarhús- næði en veitir ánægju meðan það stendur uppi. Leiðbeinendurnir, sem Æskan ræddi við, voru Hrefna Björk Þorsteinsdóttir, Haraldur Hannes Guðmunds- son, en hann er smíðavallar- stjóri, Auðbjörg Lísa Gústafs- dóttir, Auður Gyða Ágústs- dóttir og Sóley Guðmundsdóttir en hún er einn af starfsmönnum í Vinnuskóla Reykjavíkur og starfar í skólagörðunum. Hrefna Björk hafði helst orð fyrir hópnum. Hún sagði að í ár væru 140 börn á aldrin- um 8-12 ára í hópnum í Laug- ardalnum. Yngri börnin fá 12 fermetra garð en þau eldri fá helmingi stærri skika. Áður en börnin heíjast handa er bú- ið að plægja svæðið og skipta því niður í reiti. Þau byrja á að hreinsa garðinn og bera á áburð. Að því loknu eru settar niður kartöflur. Því næst eru settar niður ýmsar tegundir af grænmeti og káli: - Hreðkur, næpur, blómkál, hvítkál, salat og fleira. Og einnig eru sett nið- ur sumarblóm. Lagt er kapp á að börnin leggi sig fram og fá þau ein- kunn fyrir frammistöðu sína með reglulegu millibili. Mæti þau illa eða hirði garðinn sinn slaklega er hann gerður upp- tækur. Ekki er bara stunduð garð- rækt í Laugardalnum því að reynt er að fara reglulega í skoðunarferðir á söfn, í fyrir- tæki og stofnanir. Þannig er farið í Árbæjarsafn, Þjóð- minjasafnið, í Mjólkursam- söluna og á ýmsa fleiri staði. Þá er einnig farið í leiki og gert ýmislegt saman í hóp. Á hverju sumri er haldið knatt- spyrnumót milli skólagarð- anna í borginni og á síðasta ári lauk því með úrslitaleik sem fram fór í Þrastarlundi í tengslum við lokahátíð sem þar fór fram. Árangur erfíðisins og sam- viskuseminnar kemur síðan í ljós síðari hluta ágústmánaðar og í september. Þá fara börnin heim með alls konar grænmeti og allir geta borðað nægju sína af hollum mat. „Það er líka gaman að reyta arfa" Ársól Margrét Þórisdóttir heitir 10 ára stúlka sem sat og fylgdist með þegar blaðamað- ur ræddi við starfsfólkið. Hún var lífleg og fylgdist með öllu því sem fram fór. Þvi lá beint við að spyrja hana hvernig henni líkaði í skólagörðunum- „Mér finnst gaman.“ Þegar hún var spurð hvað sér þætti skemmtilegast svar- aði hún að það væri svo margt. Sér þætti samt líklega skemmtilegast að setja niður og svo væri ágætt að reyta arfa. Ársól Margrét Þórisdófíir Ársól Margrét sagði að hún væri nú í fyrsta skipti í skoia görðunum. Hún sagði að hun ræktaði hreðkur, spínat °° kartöflur. Hún var spurð hvað hun ætlaði að gera við uppskerun3 og ekki stóð á svari. Hún s1 aði að borða hana, fara hana heim og leyfa fjölskyl unni að njóta hennar með se^ Ungt fólk með græna fingur Hvað er gert í skólagörðunum? Þegar sól hækkar á lofti fara foreldrar og börn að huga að hvað þau geti gert sér til ánægju í sumarfríinu. í Reykjavík og víðast hvar ann- ars staðar á landinu er boðið upp á fjölbreytta afþreyingu sem veitir mikla ánægju. Iþrótta og tómstundaráð Reykjavíkur sendir á vorin bækling inn á öll heimili þar sem börn eiga heima og í hon- um sést að um mjög margt og fjölbreytilegt félags-og tóm- stundastarf er að ræða. ALskan fór á stúfana til að kynna s£r einn þátt í starfsemi Reykjavíkurborgar og var ferðinni heitið í skólagarðana í Laugardal. Þetta var á regn- votum þriðjudagsmorgni og þegar komið var að bækistöð- inni var hópur barna í „yfir“ en hinir sátu inni og teikn- uðu, spjölluðu saman og spil- uðu myllu. Þarna voru nokkr- ir leiðbeinendur og voru þeir teknir tali. í skúrnum við Holtaveginn hafa bæði skólagarðarnir og smíðavöllur aðstöðu. Á smíða- völlinn koma börn og byggja 12ÆSKAU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.