Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1989, Page 20

Æskan - 01.06.1989, Page 20
Sagan um Bjarkmund Framhaldssaga eftir Bjarka Bjarnason Bjarkmundur, sem eiginlega varð „ekki neitt nema stór,“ er ájerðalagi með hjólbörurnar sínar. Lítið lamb varð á vegi hans, elti hann ogjarmaði eins og það væri að gráta. Bjark- mundur bauð því að sitja í hjólbörun- um en tveir karlar, sem komu að á bíl, skömmuðu hannJyrir að ætla að stela lambinu. Hann horjði á þá með stóru, saklausu augunum sínum og þá hættu þeir að Jjargviðrast. Annar þeirra spurði: - Viltu þá ekki halla þér íjjárhús- inu hjá mér, vinurinn? - Jú, kannski ég fái að halla mér í jötunni hjá þér. - Getum við bara ekki skutlað hjól- börunum upp á toppinn á bílnum og þú kemur svo bara með okkur, sagði hinn karlinn. - Jú, það er kannski satt, sagði Bjarkmundur aumingjalega. Þegar þeir höfðu bundið hjólbörurn- ar niður á toppgrindina þá settist Bjark- mundur inn í bílinn. Það endaði með því að hann fékk að halda á litla lamb- inu í fanginu. Mamman var búin að festa sig í girðingu rétt hjá sveitabæn- um. Bjarkmundur og karlarnir hjálpuð- ust að við að losa hana. Kindin byrjaði strax að sleikja lambið og kumraði ánægjulega á meðan. - Eigum við ekki að skutla þér út í fjárhús, sögðu karlarnir. - Jú, takk, ansaði Bjarkmundur. Annar karlinn byrjaði allt í einu að hlæja fíflalega og syngja jólasálm: „Hann var í jötu lagður lágt, lagður lágt“. Fyrir utan fjárhúsið þakkaði Bjark- mundur körlunum fyrir farið og bauð góða nótt. Honum fannst vera hlýlegt inni í fjár- húsinu og lyktin af heyinu og skítnum fannst honum góð. Hann lagðist strax í jötuna og þá fann hann að hann var dauðþreyttur eftir daginn. Það var nota- legt suð í eyrunum á honum. Það var suð sem var blanda af jarmi, fuglasöng og grasi sem var að vaxa. Hann lyktaði að heyinu sem var ofan á honum og hugsaði: „Það er eins gott að þetta gras er steindautt og hætt að vaxa annars mundi það kannski vaxa mér yfir höf- uð.“ Svo hugsaði Bjarkmundur ekki fleira. Hann var steinsofnaður °S dreymdi ekki baun í bala. - Hver var hann þessi maður? - Hvað gerði hann? - Hvert var hann að fara? - Hvar átti hann heima? Þetta eru erfiðar spurningar og el&' inlega ekki hægt að svara þeim nema með því að segja: Þetta er bara hann Bjarkmundur. Ég veit ekki einu sinn1 hvers son hann er. Hann á bara heima þar sem hann er. Hann deyr á haustm en lifnar aftur á vorin eins og hundasut' urnar sem hann etur. Bjarkmundur svaf og svaf og eng11111 barði að dyrum hjá honum í fjárhúsinu- Eftir tvo daga var loksins bankað V1 fjárhúshurðina og Bjarkmundur f°r fram úr jötunni til að opna. Fyrir utan stóð kona með skóflu ' höndunum. Henni dauðbrá og buna út úr sér: 20ÆSKAN

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.