Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1989, Síða 38

Æskan - 01.07.1989, Síða 38
Umsjðn: Jens Kr. Guðmundsson Popphólfl Ég dál U2 og á allar plöturnar þelrra. Getlð þið skýrt frá heimlllsfangl aðdáendaklúbbs þelrra og hvað á að skrifa. Svo langar mig að blðja um greln um U2, veggmynd og límmiða. Sœvar Ásgeirsson, Helðarhrauni 47, Grlndavlk Svar: Söngvari U2, Paul Hewson, kall- aður Bono Vox, fæddist 10. maí 1960. Hann á einn bróður, 7 árum eldri. f heimalandi U2, írlandi, berjast stríðandi fylkingar kaþólskra manna og mótmælenda blóðugri og haturs- fullri baráttu. Móðir Bonos er mót- mælandi en faðir hans kaþólskur. Slíkt hjónaband þykir nánast óhugs- andi í Norður-írlandi. Kannski má rekja til ólíkrar trúarafstöðu foreldr- anna að Bono er skeleggur málsvari friðar. Hann hefur margoft móðgað áhangendur beggja fylkinganna með harðorðri gagnrýni á baráttuaðferðir þeirra. Bono var sendur í gagnfræðaskóla sem var ólíkur öðrum skólum á Norður-írlandi að því leyti að hann var ætlaður nemendum sem til- heyrðu margs konar trúarhópum, m.a. kaþólskum og mótmælendum. í skólanum kynntist Bono prestsyn- inum og trommaranum, Larry Mul- len, fæddum 31. október 1961. í kristinni hreyfingu skólans, svoköll- uðu Bandalagi kristinna, kynntust Bono og Larry gítarleikaranum The Edge, fæddum 8. ágúst 1961. For- eldrar hans voru velskir en vegna starfs föðurins sem vélstjóra flutti fjölskyldan til Dyflinnar á írlandi. Bassaleikarinn Adam Clayton, fæddur 13. mars 1960, er sá eini þeirra U2-bræðra sem er áhugalítill um trúmál. Samt var hann sendur í sama skóla og hinir. Ástæðan var sú að foreldrar hans voru enskir en fluttust til írlands vegna flugstjóra- starfs föður hans. Foreldrarnir vildu frekar að Adam færi í þennan skóla en að honum yrði innrætt hatur annað hvort á kaþólikkum eða mót- mælendum í öðrum skólum. Adam hafði getið sér gott orð sem bassaleikari hljómsveitarinnar Max Quad Band áður en hann hitti hina U2-drengina. Þá vantaði bassaleik- ara og Adam var frægur um allan skólann fyrir sérstætt útlit og furðu- legar venjur á borð við að sleppa aldrei hendi af kaffiglasi. Ekki einu sinni í kennslutímum! Þó að Adam væri enginn trúmaður þá kunni hann vel við friðarhugsjón Bonos og félaga. Jafnframt féll músíksmekkur þeirra fjórmenninga í sama farið. Þeir hrifust af hráum takt-blúsi Rolling Stones og síðar af pönk- rokki og bandarísku þjóðlagapoppi Woodys Guthries. Af 8 plötum U2 eru „The Unfor- gettable Fire“ frá 1984 og „The Jos- hua Tree“ frá 1987 bestar. Einnig sýnir U2 kvartettinn snilldartakta 1 laginu „Jesus Christ" á minningar plötunni um Woody Guthrie, >’ Vision Shared" frá 1988. Póstáritun U2 er: U2 World Service, P.O. Box 61, Liverpool L69 8BB, England- Það er eðlilegast að spyrja í fyr®ta bréfi til aðdáendaklúbbs hvert lagsgjald sé, hverjar séu skylduf laga og hvaða þjónustu klúbburinn veiti. Madonna Frábœra Popphólf! Þið mœttuð hafa eins og elna þýðingu á útlendum textum vinsce laga í hverjum þœtti. Mig langar ti að mœla með þýðingu á „Lucky Star" með Madonnu. Madonnu-aðdáandi. Halló Popphólf! Hœttið að breyta nöfnum erlen poppara. Pó að aðrar þjóðir þý°' íslensk nöfn yfir á sína tungu er ek þar með sagt að þið þurfið að 9e það líka. Mér finnst of lítið skrifað um Madonnu. Hér koma Uþplýsin9ar u hana: , dd Madonna Louise Ciccone er t® 17. ágúst 1958 í Michigan í 38 ÆSKAIT

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.