Æskan - 01.08.1989, Blaðsíða 4
Til mikils er að vinna:
Einn ritjær og annar glöggur og heppinn
lesandi Æskunnar hljótaferð til Lundúna
og skemmtilegar skoðunarferðir um borg-
ina og nágrenni. Látið tækifærið ekki fram
hjá ykkurfara!
Það er komið að árlegri verðlaunasam-
keppni Æskunnar og Ríkisútvarpsins í sam-
vinnu við Flugleiðir. Þetta er í fimmta sinn
sem þessir aðiljar standa að samkeppninni
- en Flugleiðir (áður Loftleiðir) hafa lag1
Æskunni - og æskunni! - lið um áraraðir.
Sveinn Sæmundsson sölustjóri Færeyja- og
Grænlandsflugs, áður blaðafulltrúi fyrirtæk-
isins, var fararstjóri og sá um undirbúning
ferðanna í fjöldamörg ár en Margrét Hauks-
dóttir deildarstjóri í upplýsingadeild Flug'
leiða hefur annast það starf undanfarin ár.
Allir lesendur Æskunnar, 16 ára og yngri>
geta tekið þátt í samkeppninni. Miðað er við
fæðingarár og því getum við einnig sagt: Þeir
sem eru fæddir 1973 eða síðar geta spreytt sig
á að semja sögur og svara spurningum.
Samkeppnin er tvíþætt eins og verið hefur
undanfarin ár:
Keppni um bestu smásöguna
og getraun.
Verðlaun
Aðalverðlaun verða ferð með Flugleiðum
til Lundúna, þeirrar sögufrægu borgar. Þar
er ótal margt að skoða fyrir fróðleikfúst fólk*
Við segjum nánar frá ferðatilhögun í næsta
tölublaði.
Tveir vinna til aðalverðlaunanna - sigur-
vegari í smásagnasamkeppninni og sá sem
verður svo heppinn að lausn hans er dregiu
úr réttum svörum í getrauninni.
Aukaverðlaun verða bækur og hljómplötur
og þau hljóta 30 þátttakendur! - 15 fyrir góð'
ar sögur og aðrir 15 fyrir rétt svör.
Um smásögurnar
Margar ágætar sögur hafa jafnan borist og
val á þeim bestu hefur verið erfitt.
ákvörðun er tekið tillit til aldurs höfunda og
því eiga ungir lesendur líka möguleika á verð-
launum.
Söguefni er að eigin vali. Æskilegt er að
sögur séu ekki styttri en ein vélrituð sl('
(A-4) eða tvær handskrifaðar. Gæta þarf ÞesS
að vanda allan frágang.
Verðlaunasagan verður birt í Æskunni og
lesin í útvarpi. Nokkrar aukaverðlaunasögur
verða einnig birtar - í Æskunni eða Vo^
blóminu, tímariti Unglingareglunnar. ("
Samband barnastúkna)
4 Æskan