Æskan - 01.08.1989, Blaðsíða 16
Hrognkelsi
°9
hrekkjusvín
Framhaldssaga eftir Kristínu Steinsdóttur
Lási er ellefu ára strákur
sem er einn hjá mömmu sinni.
Hann saknar pabba síns
en pabbi hans á heima
á Helluvík.
Þar er líka Árni,
hálfbróðir Lása.
Lási er einmana,
krakkarnir vilja ekki
leika við hann
því að þau segja
að hann sé hrekkjusvín.
Lási settist upp
og fór að læra.
Hann lagði margar bækur
á skrifborðið.
Hann byrjaði að teikna
en gekk illa
að halda huganum
við reikninginn.
Fyrr en varði
fór hann að teikna
í bókina.
Þá leit Lási
í samfélagsfræðina
en allt fór á sömu leið.
Síðast ýtti hann
bókunum til hhðar
og teiknaði stóra mynd af báti.
16 Æskan
í bátnum sátu
maður og strákur.
Á himninum
voru margir fuglar á flugi . . .
Um kvöldið sat mamma
lengi hjá honum
á rúmstokknum.
Mamma vann á dagheimili
og var oft þreytt á kvöldin.
Hún horfði lengi
á myndina af bátnum.
Lási hafði hengt hana upp
fyrir ofan rúmið sitt.
- Þú verður að reyna
að vera góður, Lási minn,
sagði mamma.
Lási lokaði á eftir sér.
Á dyrunum stóð
SKÓLASTJÓRI
Lási horfði fast niður í gólfið
og sótti úlpuna sína.
Hann ætlaði ekki að fara
inn í stofuna strax aftur.
Það var bara einn tími eftir
fram að mat, reikningur.
Lási skildi hann
hvort sem er ekki.
Orð skólastjórans endur-
ómuðu í eyrunum á honum.
- VERA STILLTUR . . .
- TAKA ÞIG Á . . .
- EKKI HREKKJA . . .
- GÓÐUR DRENGUR . . •
- HREKKJA . . . HREKKJA • •
Þegar hann kom út
var tómt á skólalóðinni.
Litlu krakkarnir
voru að koma úr leikfimi.
Hann sá að stelpurnar
voru að pískra um hann.
Hann gretti sig dálítið
framan í þær
og þær tóku á sprett.
Fyrir aftan sig heyrði
Lási einhvern hvísla:
- HREKKJUSVÍN.
Hann hafði að vísu
lofað mömmu sinni
að vera góður . . .
Lási hljóp af stað.
Hann hellti í snatri
úr tveimur ruslafötum á götuna-
Úr annarri datt kókflaska
sem hann braut á gangstéttinnr
Svo hljóp hann niður í fjöru.
Toggi gamli,
sem hafði verið að vinna
við bátinn sinn,
var nýfarinn í mat.