Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1990, Page 20

Æskan - 01.06.1990, Page 20
Um mengun Sæl, kæra Æska! Mig langar til að bera fram spurningar: 1. Vita menn hvað þeir eru að gera við jörðina með því að henda rusli sem mengar? 2. Er eitthvað hægt að gera í málinu? Menn eru að eyði- leggja skóga, lönd og menga vötn og andrúmsloftið. Eftir 100 ár eða um það bil verður jörðin ónýt ef ekkert verður gert í þessu. Fyrir mörgum árum voru á jörðinni græn grös og hrein vötn. Loftið var líka hreint. Nú er hún gjörsamlega meng- uð. Ef menn langar til að eiga heima á jörðinni verða þeir að gera eitthvað í málinu. H. Svar: Sem betur fer hafa margir vaknað til vitundar um að eitthvað verður „að gera í málinu". Við verðum að vona að íbúar jarðar beri gœfu til að koma í veg fyrir frekari mengun en orð- in er og hreinsi heiminn ... Slys Hér á eftir fer athygli vert bréf frá sjö ára telpu. Við höldum orðfœri henn- ar óbreyttu. Slysin eru hættulegust af öllu öðru. Krökkum finnst gaman að fikta í öllu, sérstak- lega fjórhjólum. Fullorðna fólkið ræður núna, síðan ráðum við yfir okkar börnum, síðan koll af kolli. Núna ætla ég að segja ykk- ur frá því þegar fjórhjólið fór niður kantinn. Einu sinni vorum við krakk- arnir að ýta fjórhjólinu. Fór það allt í einu niður kantinn. Enginn var með því og enginn varð fyrir því, allir sluppu ó- meiddir. En stundum sleppa ekki allir og þess vegna skulu allir passa sig á vélknúnum tækjum. Sigríður Sigurðardóttir 7 ára, Vaðbrekku, Jökuldal, N-Múl. Þakka þér fyrir þarfa á- minningu, Sigríður! Teiknimyndasögur Hæ, Æska! Ég er á 14. ári og hef aldrei skrifað áður. Mig langar til að spyrja þig þessa: 1. Má maður senda þér teiknimyndasögur eftir sjálf- an sig? 2. Hvernig getur maður séð hver svarar næst spurningum aðdáenda? Kveðja til allra lesenda, Q■ Svar: 1. Að sjálfsögðu má senda okkur slíkt efni. Við munum meta hvort unnt er að birta það. í 4. tbl. var sagt frá því að teiknari og textahöfundur sögunnar um Spélegan spœjara hefðu talið upp nokkur at- riði sem gott er að kunna skil á ef ráðist er í gerð teiknimyndasagna. Þú hef- ur þegar fengið ráðlegging- ar þeirra sendar... 2. Við tilkynnum ekkl hverjir svari aðdáendul^‘ Það reyndist of þungt í v° um. Þeir eru valdir m? hliðsjón af ábendingu^ lesenda og stuðst er vt spurningar frá þeim. Nýju krakkarnir Kæra Æska! Ég þakka innilega fyi'ir æðislega gott blað með Nýl^ krökkunum og veggmyn^11 af þeim. Mikið yrði ég gia u ef þið gætuð látið límmið3' spjald einungis með Nýju krökkunum fylgja einhverj11 blaði. Elvar Ingi. Svar: Nýju krakkarnf^ hverfinu voru á límmiðo fylgdi 4. tbl. Æskann 1990. Það verður að uu» því að óskirnar eru 1,1 a ar. Viðurkenningar Ágæta Æska! . u Fær maður viðurkennin frá Æskunni fyrir allt sem maður tekur þátt í? SogS. Svar: Þeir hlutskörpu í samkeppni (smásaS . keppni, Ijósmyndakep^^. teiknisamkeppni) gft laun eins og lýst er ' ^ j sinn. Allir sem taka v samkeppninni fá ví

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.