Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1990, Page 22

Æskan - 01.06.1990, Page 22
Ljósmyndasamkeppni /lí s k ti iii v ■■ cl i 1* Við minnum á ljósmyndasamkeppnina sem kynnt var í 5. tbl. Æskunnar. Samkeppnin nefnist Æskumyndir. Allir lesendur Æskunnar, 16 ára og yngri, geta tekið þátt í henni. Þeir verða að segja til um aldur og rita nafn og póstfang skýrt og greinilega. Foreldri verður að staðfesta að sendandi hafi tekið myndina. Myndefni er frjálst. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal. / Skilafrestur er til 1. september. Urslit verða tilkynnt í 8. tbl. Æskunnar en það keniur út í september. Verðlaunamyndir verða birtar í 8. og 9. tbl. Myndir verða endursendar. ílrvals ljósmyndavélar í verðlaun 1. verðlaun: Pentax Zoom 60 2. -3. verðlaun: Fuji DL-60 4.-10. verðlaun: Þrjár útgáfubækur Æskunnar að eigin vali* Myndavélarnar eru af viðurkenndum gæðategundum. Þær eru alsjálfvirkar (mæla fjarlægð og birtu og stilla ljósop ...) með innbyggðu leifturljósi og filmuvindu. Filmustærð er 35 mm. Pentax-vélin er með aðdráttarlinsu, 38-60 mm, og tryggir einnig gæði í töku nærmynda, að 0.6 m. Einfalt er að koma filmu fyrir í vélunum - í Fuji-vélina er filmu smellt án nokkurrar þræðingar. Merkið bréfin þannig: Æskumyndir, pósthólf 523, 121 Reykjavík. Leiðrétting 15. tbl. hefur prentvillupúkinn eða einhuer frændi hans gert okkur óleik. í Ijóöinu, Hjá ömmu í Reykjarfiröi 1923, eftir Ingimund á Hóli, bls. 28, skaust oröiö „aö“ á milli lína. Allir munu hafa séð að „púkanum" uar um að kenna en hér á eftir fer vísan rétt: En auðnan mér kenndi, og ylgeisla sendi af árdegis rísandi sól, að ekki skal gráta þá ungmennabáta er öldurót hreif brott og mól. Beðið er velvirðingar á þessum mistökum. - Ristj. 22 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.