Æskan - 01.06.1990, Qupperneq 26
Knáir
krakkar í
sögulegri
fjallaferð
Framhaldssaga eftir Iðunni Steinsdóttur.
Búi, Hrói og Lóa eru í útilegu á
fjöllum. Búi haföi meö sér ferðaút-
varp. Þau hafa heyrt í fréttum aö ell-
efu ára telpa sé týnd - og að Víð-
bláni, steini sem ekki á sinn líka i
heiminum, hafi verið stolið. Fréttirn-
ar koma þeim í uppnám en nú er
ekki að vœnta frekari tíðinda úr út-
varpi því að tækinu hefur verið stolið
... Þau hafa leitað þess og fengið ó-
blíðar viðtökur hjá „Skeggja".
Þar er komið sögu að Búi rœðir
við Ted, erlendan ferðamann ...
- Áður en tækinu var stolið heyrði
ég í fréttum að það væri búið að
stela Víðbláni. Veistu hvað það er?
- Víðbláni, segir Ted og hristir höf-
uðið.
- Það er steinn sem á ekki sinn líka
í öllum heiminum. Hann hefur hvergi
fundist nema á íslandi og hingað til
hefur aðeins fundist einn slíkur
steinn.
- Víðbláni, ég aldrei hafa heyrt um
hann, tautar Ted.
- Hann heitir Víðbláinn, segir Búi.
Hann verður að finnast.
- Þetta mjög slæmt, segir Ted.
- Búi, Búi, ertu þarna!
- Já, ég er hér. Búi réttir úr sér og
veifar.
Hrói og Lóa birtast neðar í skrið-
unni og koma í átt til þeirra. Þeim er
mikið niðri fyrir þegar þau segja frá
því hvað Hróa og Skeggja hafi farið á
milli.
26 Æskan
- Hann er þjófurinn, segir Búi.
- Hann ekki vera góður maður, það
vera alveg víst, segir Ted.
- Hann er bæði þjófur og hrotti og
ég held að Snúður sé ekki mikið
betri, segir Hrói.
Ted rís upp og tínir saman dótið
sitt.
- Er þér ekki heitt? spyr Lóa og
hlær. Ted er í þykkri úlpu sem er
hneppt alveg upp í háls. Sjálf er hún
bara í léttum bol úr bómull.
- Nei, ég koma frá Ítalía. Þar vera
mikið heitt. Hér bara kalt, segir Ted
og hlær.
Hann kastar á þau kveðju og labb-
ar burt.
Búi sýnir þeim steininn sem Ted
gaf honum.
- 0, ég vildi að ég ætti hann, segir
Lóa.
- Við áttum að hafa hamar og
meitil með okkur, segir Hrói.
- Við gerum það næst, segir Búi.
- Það er munur að eiga svona
granna eða fíflið hann Skeggja, segir
Lóa.
- Nú fáum við engar fréttir af Víð-
bláni, segir Búi.
- Og ekki af Láru sem týndist, seg-
ir Lóa.
- Eftir fjóra daga förum við heim
og þá fáum við að heyra meira um
þau, segir Búi.
- Og þá fáum við aftur heitan mat,
segir Hrói og horfir með fýlu ofan í
poka með hnetum og rúsínum sem
Lóa heldur upp að fésinu á honum-
- Ég hef ekki lyst. Við skuluf1
koma út í brekkuna þar sem lyn^‘
er og leita að berjum, segir hann.
Þau rísa upp. Það er ágætt að hvíla
sig á grjótinu og finna angan af lyn^'
fyrir vitum sér.
í skjóli nætur
Búi getur ekki sofið, honum er sv°
illt í maganum.
Ég hefði ekki átt að borða svona
mikið af berjum, tautar hann v>
sjálfan sig.
Berin voru bara svo fersk og g° '
Þroskuð bláber og krækiber svo ^
af safa að þau voru að springa- =>
hann var orðinn svo leiður á hn
um, rúsínum og harðfiski.
Regnið bylur á tjaldinu. Að h3^
skyldi nú einmitt fara að rigna nún£
Búi byltir sér fram og aftur. f
Ég verð að fara á klósettið, hugs
hann. g,.
En hann langar ekki til að
einn út í þetta vonda veðut
dimma nótt. <
Hann reynir að vekja Hróa en P
tekst ekki, Hrói sefur svo fast. ^
Hann ýtir við Lóu. Hún umlar
veltir sér á hina hliðina.
Hann gefst upp, skríður upP
pokanum og klæðir sig. nl
Nú er gott að hafa hlýju fötin s^
amma tróð ofan í pokann h ^,
Hann opnar tjaldið og skrfður *
regnið. Það er þoka og svo dimh1
Úf