Æskan

Årgang

Æskan - 01.06.1990, Side 42

Æskan - 01.06.1990, Side 42
Aðdáendum svarað Láttu fátt en hyggðu hátt Pórdís Gísladóttir íþróttafræðingur og hástökkvari svarar aðdáendum Hvar og hvenær ertu fædd? 5. mars 1961 í Reykjavík Ólstu þar upp? Já - í Hlíðunum. / hvaöa skólum hefur þú veriö? Hvaöa prófum hefur þú lokiö? Hlíðaskóla, Verslunarskóla íslands, Háskólanum í Alabama. BS-prófi í í- þrótta- og heilsufræði. Vaknaöi áhugi þinn á íþróttum snemma? Já, mjög snemma. íþróttir og leikfimi voru eftirlætisgreinar mínar í skóla. Kynni mín af frjálsíþróttum tengjast einmitt Barnablaðinu Æskunni. Pað og Frjálsíþróttasamband Islands stóðu fyrir keppni sem nefndist „Príþraut FRÍ og Æskunnar". (60 m hlaup - hástökk - boltakast) Mót voru haldin í öllum skól- um landsins. Að vori fengu þau sex, sem bestum árangri höfðu náð í hverri grein, að keppa í úrslitakeppninni sem haldin var að Laugarvatni. Ég komst í úrslitakeppnina þegar ég var 11 ára. Ég komst aftur í keppnina 13 ára (1974) og sigraði þá í hástökki. I þessari keppni blossaði áhuginn á frjálsíþrótt- um upp. Guðmundur Pórarinsson þjálfari IR- inga sá mig þar og bað mig um að koma og æfa hjá sér. Ég tók því fegins hendi og hef alla tíð síðan haft mjög gaman af að æfa. Ég hef einnig æft sund, handknattleik og blak lítillega en eftir að ég ákvað að taka frjálsíþróttirnar alvarlega hætti ég að mestu við aðrar greinar nema „á gutl-hraða upp á grín“. Meö hvaöa félögum hefur þú æft og keppt? Ég byrjaði að æfa og keppa af alvöru 1975 (14 ára). Ég keppti fyrir ÍR frá 1975 til 1985 er ég skipti yfir í HSK (Héraðssambandið Skarphéðin). ,Eg setti aldursflokkamet á fyrsta ári. Það má segja að hástökkið hafi valið mig. “ Ástæðan fyrir félagaskiptunum var e,n vörðungu sú að maðurinn minn, Práinn Hafsteinsson, keppti fyrir HSK. Hefur þú alltaf einbeitt þér aö há- stökki? Pegar ég byrjaði í frjálsum íþróttum stundaði ég jafnhliða hlaup, köst °9 stökk. En fljótlega kom í Ijós að ha stökkið ætti best við mig því að ég sett,' aldursflokkamet í þeirri grein strax a fyrsta ári. Pað má segja að hástökki hafi valið mig. Ég hef alltaf keppt í spretthlaupum nn þess að æfa þau sérstaklega en hluti a hástökksþjálfun eru sprettæfingar sV° að það á ágætlega við mig að taka einn og einn sprett í keppni annað veif' Einnig finnst mér 100 m grindahlaup mjög skemmtileg grein og keppi ott ! því. Ég hef verið landsliðsmaður í þe'rrl grein og 4x100 m boðhlaupi, auk ha stökksins. Hve oft hefur þú oröiö íslandsmai^ ari? Hvert er Íslandsmet þitt í hs stökki? Ég varð fyrst íslandsmeistari í ha stökki utanhúss 1975 og ellefu sinnum síðan. Cltanhúss: 187 sm. Innanhúss- 188 sm. Hefur þú keppt víöa erlendis? H°er eru helstu mótin? Iþróttaiðkun hefur mjög marga kost' auk þess að stuðla að hreysti á sál °ð líkama. Hennar vegna hef ég fenð1 tækifæri til að skoða heiminn og kynn ast fólki af ólíku þjóðerni. Ég hef keppt í Danmörku, Noreg Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, írlan Pýskalandi, á Spáni, Ítalíu, í Póllan Sovétríkjunum, Mónakkó, Frakklan Kanada, Bandaríkjunum, S-Kóreu Grikklandi. Stærstu mótin: Ólympíuleikarnir 1976 í Kanada og 1984 í Los AngeleS' o9

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.