Æskan - 01.06.1990, Blaðsíða 44
mestu að hlaupa en synti dálítið.
I einn mánuð eftir fæðinguna naut ég
þess bara að vera orðin mamma og
þurfa ekki endilega að fara á æfingu.
Pá byrjaði ég að synda og skokka þeg-
ar mig langaði til. I október fór ég að
æfa af alvöru, endurnærð eftir hvíldina.
Mér þótti þá miklu skemmtilegra að
æfa en áður. Það var þó töluvert erfitt
að byrja aftur. Mér finnst ekkert skrýtið
að margar konur hætti eftir að hafa átt
barn því að manni finnst að maður sé
æfingarlaus í fyrstu. En þetta kom furðu
fljótt.
Hætta konur að keppa yngri að
árum en karlar?
Raunin hefur verið sú að konur hætti
þó nokkru fyrr en karlar. Sennilega er
það vegna stöðu kvenna þar sem þær
ala börnin. Þær þurfa því að taka sig
töluvert á til að byrja að æfa aftur af
krafti. Margar telja líklega að vonlaust
sé að ná fyrri árangri, hvað þá að bæta
sig, og hafa því hætt eftir barneignir.
Karlar hafa verið þrautseigari í íþrótt-
um en konur og dugað lengur. Kannski
hafa þeir alla tíð haft meiri áhuga enda
hefur þeim verið hampað meira en kon-
um. Þeir hafa fengið meiri athygli í fjöl-
miðlum, meiri peningar hafa verið veitt-
ir til íþrótta karla en kvenna og fleiri
mót verið haldin fyrir þá en konur.
En nú er þetta allt að breytast. Konur
ná æ betri árangri og meðalaldurinn
hefur hækkað töluvert. Við erum að
minnsta kosti þrjár „mömmur" í ís-
lenska landsliðinu í frjálsum íþróttum
núna.
Hoerjir eru eftirlætisíþróttamenn
þínir?
Þráinn Hafsteinsson (tugþraut),
Gunnlaugur Grettisson (hástökk), Iris
Grönfeldt (spjótkast).
Hvaða erlendan íþróttamann hefur
þú kunnað best oið?
Söru Simoni, fyrrverandi heimsmet-
hafa í hástökki. Hún varð fyrst kvenna
til að stökkva yfir tvo metra.
Hoernig líkaði ykkur að doeljast í
Bandaríkjunum?
Okkur líkaði vel í Bandaríkjunum og
eigum þaðan margar góðar minningar.
Við vorum þar í sex ár, nógu lengi til að
kynnast bæði kostum og göllum þess
að eiga heima erlendis. Við ferðuðumst
um landið og fannst töluverður munur á
fólkinu eftir fylkjum. Við vorum í Suður-
ríkjunum þar sem sól skín allt árið. Þar
er fólk mjög rólegt og margir ansi latir.
Norðurríkin eru líkari íslandi. Þar eru
árstíðaskipti. Kalifornía er sérstök af því
að veðrið er þar alitaf gott og þar býr
fólk alls staðar að úr heiminum.
Áttu fleiri áhugamál en íþróttir?
Þórdís, Helga og Þráinn
Helsta áhugamálið, auk íþróttanna, er
skipulag innanhúss. Eg hef mjög gam-
an af að skoða bækur og blöð um hug-
myndir arkitekta. Mér finnst alveg
nauðsynlegt að koma öllu vel fyrir
heima hjá mér því að maður er svo
mikið heima. Eg er mikið fyrir breyting-
ar. Draumurinn er að eignast einhvern
tíma fallegt hús sem ég get dundað mér
við að ganga frá og fært húsmuni nógu
oft til í!
Mér þykir líka mjög gaman að ferðast
og fara í gönguferðir með Þráni og
Helgu.
Hoers konar tónlist fellur þér best?
Róleg tónlist.
Leikur þú á hljóðfæri?
Því miður leik ég ekki á neitt hljóð-
færi. Eg hefði gjarna viljað kunna á pí-
anó eða gítar.
Á hoaða tónlistarmönnum hefur þú
mest dálæti?
Zamfir. Hann leikur svo róandi og fal-
leg lög.
En leikurum?
Sigurður Sigurjónsson finnst mér al-
veg frábær. Eg hlæ alltaf þegar ég sé
hann og mér finnst gott að hlæja. Gísli
Halldórsson finnst mér líka mjög góður.
Af erlendum leikurum finnst mér Meryl
Streep best.
Áttu eftirlætisskáld?
Mér hefur alltaf þótt gaman að kvæð-
ðÖ
um og les kvæði oft. Mér finnst gott
glugga í Ijóðabækur ef ég er í 9°
næði og einnig ef ég er eitthvað le^
Helst les ég þessi „gömlu skáld“. Eð , .
dálæti á Tómasi Guðmundssyni, J
Helgasyni og Steini Steinari. p
Hoer er eftirlætisréttur þinn?
drykkur? Er eiginmaður þinn sa
sinnis?
Kjúklingar og lærissneiðar. Vatn
sítrónudrykkur. Þráinn borðar allt!
er mjög einfalt að matbúa fyrir hann P
að hann kvartar aldrei. Eftirlætisdry
ur hans er bland úr appelsíni og malt'-
Hvað hefur þér þótt oiturlsða
sagt? ,ða
Búist við því versta því að það 9°
sakar ekki.
Láttu fátt en hyggðu hátt.
Hoaða dýr geðjast þér best?
Hestar.
Hoað fellur þér best í fari fólks?
oerst? ér
Trygglyndi og heiðarleiki falla
best en verst kann ég við öfund, sJa
umgleði, nísku og neikvæði. f .
Hoað ráðleggur þú þeim sem s,^.
að þoí að ná góðum árangri í íPr°
um? ju.
Að temja sér samviskusemi, re9
semi og að gefast ekki upp þótt
blási.
48 Æskan