Æskan

Volume

Æskan - 01.06.1990, Page 54

Æskan - 01.06.1990, Page 54
•r-4 O Vinir eða eitthvað meir Kæra Nanna Kolbrún! Ég hef við mikið vandamál að stríða sem ég vona að þú getir leyst. Þannig er mál með vexti að ég hef oft farið út með strák sem við skulum kalla Á. Fyrst vorum við bara vinir en nú er þetta að þróast upp í eitthvað meira. Ég veit nú reyndar ekki hvernig mér líkar það. Hann hefur sagt mér að hann sé hrifinn af mér. Hann er kurteis, tillits- samur, góður við mig, herra- legur og fleira. En alltaf er ég að hugsa um útilitið. Ég er alltaf að heyra að innrætið eigi að gilda. En ég, eins og aðrir á mínum aldri (ég er á 15. ári), fer alltaf að hugsa um útlitið. Samt, ef hann fer eitt- hvað, sakna ég hans alltaf. Við höfum mjög ólík áhuga- mál. Hann er mjög frjálslega vaxinn og ekki sérlega smá- fríður. Og í þokkabót fer ég alltaf að hugsa um hvort hann sé ekki bara að athuga hve langt hann geti komist því að hann hefur aldrei verið á föstu eða neitt. Við erum jafngömul. Hann er naut og ég er meyja. Hvernig á það saman? Hvað lestu úr skriftinni? Ein í vandrœðum. Svar: Þú virðist ekki vera örugg á því hvaða hug þú ber til piltsins. Stundum eru mörkin á milli hrifningar og vináttu óljós og það er greinilega margt í fari hans sem þér fellur vel við og þú saknar þegar þið eruð fjarri hvort öðru. Efasemdirnar koma síð- an í tengslum við útlitið, á- hugamálin og hvað liggi að baki áhuga hans á þér. Reyndu að gefa þér tíma til þess að átta þig á tilfinn- ingum þínum. Þið eruð bœði að stíga ykkar fyrstu spor með hinu kyninu og þá er mikilvœgt að spjalla saman um það eftir hverju þið eruð að sœkjast hvort hjá öðru. Hvað er þú sjálf með í huga? Hvers vegna fellur þér betur við hann en aðra? Hvað er það við útlit- ið sem þú ert ekki ánœgð með. Þessara og álíka spurninga verður þú að spyrja sjálfa þig og ekki sakar að rœða málið við góða vinkonu. Eg hef ekkert vit á stjörnumerkjum og hvernig þau eiga saman og get því ekki sagt neitt um það. Skriftin er ómótuð og nokkuð barnaleg en þó lœsileg, gœti borið vott unl fljótfœrni og bráðlceti, söííl fara vissri ákveðni. „Á túr“ Kæra Æska! Kannski finnst þér þetta ekkert sérstakt en mér finns það. Það er þannig að ég el a 12. árinu og er nýbyrjuð að a blæðingar. Ég er áreiðanleð3 búin að vera með þær í fimI11 daga þegar þú færð þetta bréf. Mamma er ófrísk svo a hún er hætt að nota bindi og ég get ekki sagt henni þetta- Henni er ekki treystandi og engri vinkonu minni heldun Mig langar til að spytja s'° lítið: Hvað er langt þangað til^ má fara í sund? Hvenær eiga blæðingatn31 að hætta? Hvað líður langt á mill' blæðinganna? Ég á Stelpnafræðarann o& þar stendur að ég eigi a^ a á túr og þá verði bilin um el 58 Æskan

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.