Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 22

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 22
SKOLADAGUR - Vilborg 9 ára lýsir einum degi í skólanum ... Skólinn var aö byrja og allir voru komnir nema Palli. Hann var alltaf veikur. Krakkarnir voru búnir aö bíöa í dálítinn tíma þegar hringt var inn. Þá flýttu þeir sér í raöirnar. Þaö voru tveir nýir krakkar komn- ir í bekkinn. Þegar allir voru sestir í sætin sín spuröi kennarinn hvaö þeir heföu veriö aö gera í sumar. Bjarni rétti upp höndina. „Hvaö geröir þú í sujnar?" spuröi kennarinn. „Ég fór til Svíþjóöar," sagöi Bjarni. Allir öfunduöu Bjarna af því aö hann fór til útlanda á hverju sumri. Siggi rétti upp hönd og sagöi: „Ég fór á skauta." Þetta var svo fyndiö aö allir hlógu og nýju krakkarnir líka en ekki kennarinn. Hann sagöi bara: „Uss, krakkar. Þetta er ekki fyndið." „Víst er þetta fyndið," sagði Siggi. Síöan fóru krakkarnir aö rífast og það endaði með því að kennar- inn fór með Sigga til yfirkennar- ans. Þegar hann kom aftur sagði hann: „Nú er komið aö reikningi." Kennarinn hefur dálæti á Olgu því aö hún er svo góð í öllu. Allt í einu sagði Olga: „Kennari, ég kann þetta ekki." Allir horfðu hissa á Olgu því aö venjulega kann hún allt í skólan- um. Þegar reikningurinn var bú- inn voru frímínútur og þegar bjallan hringdi þutu allir út með miklum hamagangi. Allir voru aö tala um að Olga skildi ekki reikn- inginn. Eftir frímínútur var lestur. Óli var látinn byrja. Hann fór aö lesa en hrökk við þegar hann fékk skutlu í hnakkann. Þaö var Siggi sem henti henni. Hann var þá kominn frá yfirkenn- aranum. Kennarinn varö svo reið- ur af því að Óli fór að gráta að hann sagöi Sigga aö fara aftur til yfirkennarans. Þegar Óli var hættur aö gráta hélt hann áfram aö lesa. Auðvitað var Olga látin lesa mest af því að hún var svo dugleg. Skyndilega sagöi Anna: „Kennari, má ég fara á klósett- ið?" Allir fóru að hlæja. Þegar bjallan hringdi enn einu sinni út var Siggi aö koma frá yfir- kennaranum. Næst kom skrift. Hún var svo leiðinleg. Siggi fór strax aö skjóta skutlum í krakkana. Kennarinn varö rauður í fram- an af reiði en Siggi fór ekki til yfir- kennarans og nú voru allir að skrifa. Kennarinn þurfti að fara frá að sækja eitthvað. Áður en hann fór bað hann krakkana aö hafa lágt meðan hann væri í burtu. Strax og hann var farinn og bú- inn að loka dyrunum fór allt af staö. Siggi stóö uppi á kennara- boröinu, Óli fór aö væla, Lárus togaði í háriö á Möggu, Anna fór að syngja og Halli krotaði á töfl- una. Nú kom kennarinn aftur og varö alveg fjólublár í framan af reiði. Þá vældi Óli enn meira. Kennarinn var oröinn svo reiður að hann rak alla heim nema Sigga. Hann var látinn sitja eftir. Þaö verður nú spennandi aö sjá svipinn á kennaranum og aö sjá hvernig Siggi lætur á morg- un! 2 2 ÆSKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.