Æskan - 01.01.1993, Side 9
Verðlaunasagan:
AÐALBJÖRG OG SVALAN GÓÐA
- eftir Helgu Sigríði Þórhallsdóttur 11 ára
I
henni að gerast saumakona
hjá sér. Hún tók því boöi. Það
fyrsta sem hún saumaði var
skyrta sem ljómaði af ham-
ingju. Orðin farsæld og ham-
ingja stóðu upp úr hverjum
vasa.
Allt í einu hrökk hún upp
við það að húsbóndinn kom
fram aö fá sér vatnsglas.
Hann sá Aðalbjörgu sitjandi á
gólfinu og sagði við hana:
„Þú sást líklega að bælið
þitt var upptekið?"
„Já, reyndar sá ég það."
„Nú skal ég gefa þér gott
ráð: í nótt skaltu læðast út og
fela þig. í fyrramálið skaltu
svo leggja af stað út úr bæn-
um og ffeista gæfunnar ann-
ars staðar. Hér í þessum bæ
bíður þín ekkert. En áður en
þú ferð máttu taka með þér
það sem þú vilt af eigum þín-
um og þrjá hluti til viðbótar.
Af eigum sínum tók Aðal-
björg teppið sitt, hatt móður
sinnar, lítinn fataböggul, stíg-
vél af föður sínum, sparifé
sitt, ljósmynd af foreldrum
sínum, kerti í kertastjaka og
eldfæri. Svo valdi hún sér hest
með öllum reiðtygjum, stóran
og góðan bakpoka, og lítinn
blómapott með grein af trénu
góða. Svalan slóst fús í för
með henni.
Húsbóndinn kvaddi Aðal-
björgu og óskaði henni alls
góðs og svo lagði hún af stað.
Hún faldi sig í útjaðri bæjar-
ins og snemma um morgun-
inn lagöi hún af stað.
Þegar hún var komin langt
frá bænum bar hana að skógi
nokkrum, dimmum og
drungalegum. Hún var orðin
þreytt og lagðist niður og var
nærri sofnuð þegar hún
heyrði allt í einu sagt einhvers
staðar í myrkrinu:
„Komdu sæl, Aðalbjörg. Ég
bjóst við þér!"
„Hver ert þú og hvernig
vissir þú um mig?"
„Ég er skógarálfurinn. Þú
veist líklega ekki að hver sá
sem ætlar í gegn um þennan
skóg þarf að leysa tvær þraut-
ir til þess að fá að komast
leiðar sinnar?"
„Nei, það vissi ég ekki,"
svaraði Aðalbjörg um leið og
hún virti fyrir sér álfinn.
„Hverjar eru þær?"
„Þú átt að segja mér hvað
fuglarnir í skóginum eru
margir og koma með svarið
klukkan þrjú á morgun að
þessu tré."
Svo fór álfurinn leiðar sinn-
ar.
Aðalbjörg settist niður og
hugleiddi hvernig hún ætti að
fara að þessu en þá heyrðist í
svölunni:
„Ég get kannski hjálpað þér
því að fuglamir hræðast mig
ekki."
„Ef þú getur það þá verð ég
þér þakklát ævilangt."
Svalan lagði nú af stað.
Næsta morgun kom hún aftur
og sagði við Aðalbjörgu:
„Fuglarnir í skóginum eru
sjötíu og þrír."
Klukkan þrjú hitti Aðal-
björg skógarálfinn og sagði
honum tíðindin.
„Þú gast ráðið fram úr þess-
ari þraut. En hvernig ætli þér
gangi með þá næstu? Þú átt
að binda band utan um hvert
einasta tré í skóginum! Hér er
svo bandið og gangi þér vel!
Þú færð tvo klukkutíma!"
Aðalbjörg byrjaði að binda.
Hún batt og batt. En þá kom
svalan góða með dágóðan
hóp af fuglum sem hjálpuðu
henni og var hún búin eftir
hálftíma. Álfurinn var hissa á
þessu en samt fékk Aðalbjörg
að fara leiðar sinnar.
Snemma næsta dag var
hún á göngu meðfram tjöm í
bæ nokkrum þegar hún sá
mann úti í vatninu. Hann
buslaði og svamlaði og hróp-
aði á hjálp. Hún kastaði þá til
hans afgangnum af bandinu
sem hún hafði notað við að
binda utan um trén og dró
hann á land. Maðurinn þakk-
aði henni fyrir og spurði hana
um nafn og atvinnu. Hún
sagðist heita Aðalbjörg og
vera atvinnulaus. Þá bauð
hann henni að gerast sauma-
kona og tók hún því. Seinna
giftust þau og lifðu góðu lífi
til æviloka.
Æ S K A N 9