Æskan - 01.01.1993, Side 51
I
Kristján missti eftirlætislampann
hennar mömmu sinnar í gólfið og
braut hann. Gætir þú orðið Krist-
jáni að liði við að finna réttu
brotin til að hann geti límt
lampann saman aftur?
Hvað sérð þú á þessari mynd?
Tvö andlit eða vasa?
Gullloss
FRÍMERKJAKLÚBBUR
ÆSKUNNAR
Umsjón: Siguröur H. Þorsteinsson.
NÝIR FÉLAGAR
-FELAGASKRÁ
nn hefst hjá okkur nýtt starfsár
og að þessu sinni bjóðum við
velkomna nýja félaga í klúbbinn.
Annar skrifar:
„Mig langar að gerast þátttak-
andi í Frímerkjaklúbbi Æskunnar.
Ég hefi safnað frímerkjum í rúmt
ár og á orðið þrjár bækur nánast
alveg fullar. Svo á ég líka mjög
mikið af frímerkjum sem ég á eftir
að setja í bók svo að þær verða
fleiri."
Þarna er því mikið efni til að
skipta á og eignast mismunandi
frímerki fyrir. Þetta skrifar:
79. Helga Jenný Stefánsdóttir,
Eskihlíð 14,105 Reykjavík.
Hinn félaginn safnar frímerkjum
frá öllum heimshornum. Það er:
80. Margrét Baldvinsdóttir,
Víðihlíð 13, 550 Sauðárkróki.
En nú þegar fullorðna fólkið er
búið að ná af sér aukakílóunum
eftir jólamáltíðirnar þá er tími
kominn til fyrir okkur að taka fram
aukafrímerkin og fara að skrifast á
við aðra klúbþfélaga og skipta á
frímerkjum. Þið megið gjarnan
skrifa mér nokkrar línur og segja
mérfrá hvernig það gengur.
Þá vil ég benda ykkur á að skrá
yfir alla félaga klúbbsins er í eftir-
farandi blöðum: 8.tbl.1992,
5.tbl.1992 og svo aðalskráin í
4.tbl.1992 en þar eru félagar núm-
Matthías Jochumsson
er 1-55. Þá er einnig að finna nöfn
erlendra safnara í þessum sömu
blöðum ef þið treystið ykkur til að
skrifast á við þá.
FRÍMERKI OG NÁM
Af öllu þessu getið þið séð að úr
nógu er að velja ef þið viljið
vera dugleg við frímerkjasöfnun-
ina. Mig langar til að benda ykkur
á að það getur verið skemmtilegt
að safna frímerkjum sem snerta á
einhvern hátt það sem þið eruð að
læra í skólanum. Ef þið eruð að
læra Ijóð eftir Matthías Jochums-
son, til dæmis þjóðsönginn okkar,
þá eru til frímerki með mynd af
honum og líka fjölda mörgum öðr-
um skáldum, íslenskum. Séuð þið
að læra um Gullfoss í landafræð-
inni þá eru til mörg frímerki með
mynd af honum og ýmsum öðrum
stöðum á landinu. Þá er tilvalið að
skoða þessi frímerki og láta þau
minna sig á það sem þið hafið lært
um ýmsa staði, menn eða hvað
það nú yfirleitt er sem þið hafið
lært um. Við getum líka sett frí-
merkin inn í vinnubækurnar, sem
við notum í skólanum, og skrifað
við þau þau atriöi sem við þurfum
að ieggja á minnið.
Með þessu er frímerkjasöfnunin
ekki aðeins orðin okkur skemmtun
og tómstundaánægja heldur bein-
línis þáttur í því að gera skólanám-
ið skemmtilegra og markvissara
og skilvirkara, eins og það er kall-
að, svo að við geymum betur í
minni okkar hvað við vorum að
læra um menn og staði.
Hugsið þið nú vel um þetta og
ef þið hafið einhverjar spurningar
þá megið þið skrifa mér og svo
ræðum við málið, annaðhvort
hérna í blaðinu eða þá bara í bréfi
okkar á milli. Gæti það ekki bara
orðið gaman?
Gangi ykkur vel!
Sigurður H. Þorsteinsson,
Laugarhóli, 510 Hólmavík.
3AUR
Æ S K A N S S