Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1993, Side 26

Æskan - 01.01.1993, Side 26
NASHYRNINGUR í FÉLAGSHEIMILI KÓPAVOGS! Ottó nashyrningur er afar vina- leg skepna, einkum með tilliti til þess að hann er nashyrn- ingur. Það breytir hins vegar ekki því að hann getur ekki dvalist á þriðju hæð í fjölbýlishúsi, sérstak- lega ekki þar sem gæludýr eru illa séð. Um þetta vandamál m.a. snýst saga Ole Lunds Kirkegaards, Ottó nashyrningur, sem Leikfélag Kópa- vogs færir upp í Félagsheimili Kópavogs um þessar mundir í leikgerð ungs Kópavogsbúa, Harð- ar Sigurðarsonar. Annar ungur Kópavogsbúi, Jósep Gíslason, hef- ur samið tónlist við söngtexta Harðar en leikstjóri er Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Ottó nashyrningur er fjórða verkið sem Leikfélagið kemur á fjalirnar eftir sögu Kirkegaards og ekki að ástæðulausu því að hin þrjú hafa notið fádæma vinsælda barna á öllum aldri. Eins og undanfarin 35 ár leggur Leikfélag Kópavogs metnað sinn í að setja á svið vandaða barnasýn- ingu. Af eftirminnilegum leikritum má nefna Línu langsokk, Rauð- hettu, Húsið í skóginum, Snæ- drottninguna, Gúmmí-Tarzan, Fróða og alla hina gríslingana - og í Súrmjólkurþorpi. Félagar í Leikfélagi Kópavogs hafa lært að börn eru þakklátir á- horfendur sem gaman er að fá í húsið en um leið eru þau kröfuhörð og láta ekki bjóða sér neitt rusl. Vitaskuld er reynt að koma til móts við þær kröfur, bjóða upp á ærlega skemmtun og ekkert múður! 2 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.