Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1993, Side 40

Æskan - 01.01.1993, Side 40
skil ásamt íslensku dagblöðun- um. í bókinni er fullyrt að fréttin hafi verið sölubrella og skrök- saga. Höfundur bókarinnar, Árni Matthíasson, er blaðamaður hjá Morgunblaðinu. Víða skýtur upp kollinum metingur Morgunblaðs- mannsins gagnvart helsta keppi- nautnum, DV. Að öðru leyti skrif- ar Árni bókina í þægilegum og beinskeyttum blaðamannsstíl. Honum tekst að sneiða listavel fram hjá óþörfum útúrdúrum og óþörfum útskýringum. Pess í stað er hann fundvís á smáatriði sem skreyta sjálfa söguna á skemmtilegan hátt. Dæmi um það er Ijósmynd frá 1986 sem sýnir Steingrím Hermannsson þáverandi utanríkisráðherra taka á móti Carrington lávarði fram- kvæmdastjóra NATO. Um leið og lávarðurinn stígur fæti á Reykja- víkurflugvöll bendir hann ráðherr- anum á grein um Sykurmolana í breska dagblaðinu Independent. Bókin dregur upp skýra mynd af einstaklingunum sem skipa Sykurmola-sextettinn, jafnframt því sem saga hljómsveitarinnar er rakin. Þetta er saga um ævin- týralegan frama íslenskra popp- ara í útlöndum, poppara sem sniðganga uppskrift markaðs- fræðinnar þegar hún stangast á við metnað þeirra í að skemmta sjálfum sér. Hún greinir líka frá mótlæti og átökum innan hljóm- sveitarinnar. Við lestur þessarar bráð- skemmtilegu og vel hepþnuðu bókar um Sykurmolana er eins hlutar sárt saknað: ítarlegs lista yfir plötur þeirra. B SV Nýverið kom á markað bókin Sykurmolarnir eftir Árna Matthí- asson. Bókin gefur okkur mynd af því sem gerist á bak við sviðs- tjöldin hjá heimsfrægri íslenskri hljómsveit. Margt forvitnilegt er dregið fram í dagsljósið. T.a.m. eru spaugilegar frásagnir af því hvernig Sykurmolarnir spiluðu með breska fjölmiðla og útsend- ara útlendu plöturisanna í upp- hafi frægðarferilsins um og upp úr 1987. í þeim frásögnum og öðrum kemur fram að almenningur fær ekki alltaf sanna mynd af raun- veruleikanum í fréttapistlum fjöl- miðlanna. Bókin er hafsjór af uppljóstrunum um slíkt. Dæmi: í vetrarbyrjun slógu ensku músíkblöðin upp frétt um yfirvofandi lögbann á plötu Syk- urmolanna með laginu „Top of The World“. Ljósvakamiðlar hér- lendis og erlendis (m.a. MTV- sjónvarpið) gerðu fréttinni góð FJ VF LÞJOÐLEGT BRflGÐ Titill: Einn hattur Flytjandi: Hljómsveitin Orgill Útgefandi: Einn hattur Mjúkt og fínlegt popp hlaðið framandi og aðlaðandi blæ. Yfir- bragðið er fjölþjóðlegt. Auðheyri- legust eru áhrif frá afrísku poppi. Einnig má greina keim af frönsku nýrokki og bandarísku létt-fönki. Textar eru á íslensku, ensku og að því er virðist tilbúnu bullmáli sem sviþartil afrískra tungumála. Enskir söngtextar hljóma jafn- an ósannfærandi og vandræða- legir á íslenskum plötum. Svo er ekki á Einum hatti. Ástæðan er náin tengsl Orgill-kvintettsins við útlendinga. í því sambandi nægir að nefna textahöfundinn Michael Pollock, eiginmann söngkonunn- ar, Hönnu Steinu. Hann er fædd- ur og uppalinn í Bandaríkjum Norður-Ameríku. „Bjartur" og líflegur söngstíll Hönnu Steinu er aðalsmerki Org- ills. Þar munar mestu um fimlega notkun á falsettutónum. Að því leyti og öðru minnir söngurinn um margt á söng Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, systur Hönnu Steinu. Góðum söng er fylgt þétt eftir af einni samhæfðustu popp- hljómsveit landsins - enda hafa hljóðfæraleikararnir starfað lengi saman, m.a. í rokksveitinni Rauðum flötum. Orgill er tvímælalaust einna fremst í flokki íslenskra hljóm- sveita um þessar mundir. Hljóm- leikar hennar staðfesta það reyndar ekki síður en Einn hatt- ur. Bestu lög: Aksjón og Kóngsi. Einkunn: 8,5 (fyrir lög), 4,0 (textar), 9,0 (túlkun) = 7,5 ÞJÓÐLRGnHENNT NVROHH Titill: Drápa Flytjandi: Hljómsveitin Kol- rassa krókríðandi Útgefandi: Smekkleysa Keflvíska kvennarokksveitin Kolrassa krókríðandi var sigur- vegari Músíktilrauna 1992. Á Drápu heyrist hvers vegna. Kol- rassa er einfaldlega ferskasta ís- lenska nýliðarokksveitin um þessar mundir. Galsafengið Kolrössu-rokkið er einfalt, hrjúft, hrátt og raf- magnað. Hljóðfæraleikur er keyrður áfram af krafti og spila- gleði, fremur en tækni. Söngkon- an, Elíza M. Geirsdóttir, virðist búa yfir mestri færni á hljóðfæri sitt, fiðlu. Eðlilega fær fiðluleikur- inn þess vegna að einkenna Kol- rössu-rokkið. Fyrir bragðið er sterkur þjóðlagakenndur blær á músíkinni. Sá blær er studdur í söngtextum (og nafni hljómsveit- arinnar sem sótt er í íslenskar þjóðsögur). Annars leynir sér ekki að Kolrössu-kvartettinn hlustar á frísklegustu nýrokk- sveitir Bretaveldis. Til viðbótar bregður indverskum tónum fyrir í lokalaginu, Sýnum Kolrössu. Annað skemmtilegt einkenni Kolrössu-rokksins er hvellt öskur sem Elíza rekur upp á stöku stað í bland við annars blíðlegan söngstíl. Bestu lög: Hrafn, Vögguvísa og Sýnir Kolrössu. Einkunn: 6.5 (lög), 4.5 (textar), 9,0 (túlkun) = 7,0 PLÖTUDOMRR 4 4 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.