Æskan

Årgang

Æskan - 01.01.1993, Side 52

Æskan - 01.01.1993, Side 52
„Sjáið þið, strákar! Ég gatþetta! Ég verð fínn bilstjóri!“ með bifreiðinni aka allan hringinn. Það var þröng á þingi umhverfis skjáinn og allir vildu hanna fortíð- ar- eða framtíðar-„sjálfrennireið“ - eins og bifreiðar voru nefndar hér í upphafi bíla-aldar. A BORN I 'Texti og Ijósmyndir: Karl Helgason. Nemendur í japönskum skól- um fá oft tækifæri til að fræðast um ýmislegt áhuga- vert utan veggja skólabyggingar- innar. Ég veit að þið verðið ekki undrandi á því að iðulega er farið í þifreiðaverksmiðjur. Öll þekkið þið ýmsar tegundir japanskra bifreiða því að ekki þarf lengi að litast um hér á landi áður en þær beri fyrir augu. Toyota er sú gerð bifreiða sem mest selst í heimalandi sínu - og einnig hér á landi. Hjá fyrirtækinu voru framleiddar 4.090.000 bif- reiðar 1991 - fjórar milljónir og níutíu þúsund! Þegar ég var á ferð um Japan í október kom ég í Toyota-verksmiðju og nokkra sýn- ingarsali framleiðandans. Alls staðar voru skólabörn einnig á ferð! Myndirnar, sem þið sjáið hér, voru teknar í sýningarsal í Toyota- borg. Þar er sýndur ýmiss konar stjórn- og öryggisbúnaður og hvernig vél og drif vinna. Gestir mega reyna búnaðinn á margan hátt. Krakkar hafa mjög gaman af því - og raunar fullorðnir líka! Meðal þess sem þar er í boði er að teikna bifreið á skjá og senda hana af stað eftir víðri hringlaga braut utan tölvunnar. Fylgjast má „Já, þetta eru nokkuð góð sæti!“ „Á ekki að fara þannig að?“ Þetta verðurkerra í lagi! 5 6 Æ S K A N

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.