Æskan - 01.01.1993, Side 11
SAMDI ÞA
BARALJÓÐ
„Ég var ákveðinn í að taka þátt í
öllu í afmæliskeppninni. Ég svaraði
spurningunum og bjó til sögu - og
samdi þá bara þetta ijóð líka.“
- Hefur þú fengist mikið við
að semja?
„Nei, en dálítið í vetur í sam-
bandi við námið í skólanum,"
- sagði Árni Brynjar Ólafsson 13
ára, Hlíð í Kinn í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Hann sendi Ijóðið Hausttón-
leika sem valið var til fyrstu verð-
launa í afmælissamkeppninni.
Árni Brynjar á heima í sveit, er
næstelstur fjögurra systkina og á
því að sjálfsögðu dýr...
„Ég á nokkrar kindur - og kött-
inn Leppalúða. Hann er einn af
fimm köttum á bænum.“
- Hvers konar búskap rekið
þið?
„Fjárbúskap. Við eigum um 300
ær. Svo erum við með eina mjólk-
andi kú, nokkur geldneyti, fimmtán
endur og hund.“
- Þú varst að gefa ánum áðan
þegar ég hringdi. Gengur þú í
öll störf á bænum?
„Ja,_að minnsta kosti hitt og
þetta. Á sumrin er ég oft á hey-
vinnutækjum.“
- í hvaða skóla ertu?
„Stórutjarnarskóla. Ég fer þang-
að með skólabíl. Það er um hálf-
tíma-ferð ef komið er við á öllum
bæjurn."
- Hefur færð ekki verið erfið í
vetur?
„Jú, dálítið. Kennsla féll niður í
viku vegna ófærðar í desember."
- Hvað gerir þú helst í tóm-
stundum?
„Ég æfi knattspyrnu og körfu-
bolta - og er að byrja að læra á
gítar, áðurá orgel.
Eftirlætisleikmenn ...? Ronald
Koiman með Barselónu og Michael
Jordan í „körfunni".
Hljómsveit - Sálin hans Jóns
míns.“
Árni Brynjar á fyrir höndum
ferð til Lúxemborgar - að launum
fyrir Ijóð sitt. Til hamingju!
Verdlaunaljódid
H AJJ STT ÓNLEIKAR
eftir Árna Brynjar Ólafsson.
Vindurinn syngur í trjánum
trén syngja í vindinum
fuglarnir taka undir á flautu
Klettarnir kringum trén
eru sönghöll
í haustbirtunni
Hver einasti steinn
hlustar.
SAMDI ÞA
BARA LJÓÐ
7 7
Æ S K A N