Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 11

Æskan - 01.01.1993, Blaðsíða 11
SAMDI ÞA BARALJÓÐ „Ég var ákveðinn í að taka þátt í öllu í afmæliskeppninni. Ég svaraði spurningunum og bjó til sögu - og samdi þá bara þetta ijóð líka.“ - Hefur þú fengist mikið við að semja? „Nei, en dálítið í vetur í sam- bandi við námið í skólanum," - sagði Árni Brynjar Ólafsson 13 ára, Hlíð í Kinn í Suður-Þingeyjar- sýslu. Hann sendi Ijóðið Hausttón- leika sem valið var til fyrstu verð- launa í afmælissamkeppninni. Árni Brynjar á heima í sveit, er næstelstur fjögurra systkina og á því að sjálfsögðu dýr... „Ég á nokkrar kindur - og kött- inn Leppalúða. Hann er einn af fimm köttum á bænum.“ - Hvers konar búskap rekið þið? „Fjárbúskap. Við eigum um 300 ær. Svo erum við með eina mjólk- andi kú, nokkur geldneyti, fimmtán endur og hund.“ - Þú varst að gefa ánum áðan þegar ég hringdi. Gengur þú í öll störf á bænum? „Ja,_að minnsta kosti hitt og þetta. Á sumrin er ég oft á hey- vinnutækjum.“ - í hvaða skóla ertu? „Stórutjarnarskóla. Ég fer þang- að með skólabíl. Það er um hálf- tíma-ferð ef komið er við á öllum bæjurn." - Hefur færð ekki verið erfið í vetur? „Jú, dálítið. Kennsla féll niður í viku vegna ófærðar í desember." - Hvað gerir þú helst í tóm- stundum? „Ég æfi knattspyrnu og körfu- bolta - og er að byrja að læra á gítar, áðurá orgel. Eftirlætisleikmenn ...? Ronald Koiman með Barselónu og Michael Jordan í „körfunni". Hljómsveit - Sálin hans Jóns míns.“ Árni Brynjar á fyrir höndum ferð til Lúxemborgar - að launum fyrir Ijóð sitt. Til hamingju! Verdlaunaljódid H AJJ STT ÓNLEIKAR eftir Árna Brynjar Ólafsson. Vindurinn syngur í trjánum trén syngja í vindinum fuglarnir taka undir á flautu Klettarnir kringum trén eru sönghöll í haustbirtunni Hver einasti steinn hlustar. SAMDI ÞA BARA LJÓÐ 7 7 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.