Æskan - 01.01.1993, Side 14
Þorgrímur Þráinson meö
Kristófer sonsinn
Æskan ræöir við Þorgrím
Þráinsson, blaðamann,
rithöfund og fyrrverandi
knattspy rnumann um
bækurnar, boltann og
blaöamennskuna.
Viðtal: Elísabet Elín.
Myndir: Odd Stefán.
„HVER
ER SINNAR
GÆFU SMIÐUR“
orgrím Þráinsson þarf varla
að kynna fyrir lesendum
Æskunnar. Flestir þekkja
hann, annaðhvort af knattspyrnu-
vellinum, af greinum og viðtölum
hans eða sem metsölurithöfund.
Hann var þekktur knattspyrnumað-
ur í 12 ár, lék með Val og einnig
með íslenska landsliðinu.
Þorgrímur hefur verið blaða-
maður í 8 ár og eru öll viðtöl sem
ég hef lesið eftir hann einstaklega
skemmtileg. Það er gaman að lesa
þau aftur og aftur. Hugleiðingarnar
á undan þeim eru frumlegar og
skemmtilegar.
Þorgrímur segist stundum hafa
sett þar ýmislegt frá eigin brjósti
og það hafi verið kveikjan að því
að hann gerðist rithöfundur. Hann
hefur samið fimm bækur og allar
hafa þær náð hátt á metsölulista,
tvær komist ífyrsta sæti.
Það er því ekki orðum aukið að
Þorgrímur sé fjölhæfur og ekki að
ástæðulausu að Æskan fær hann
til að koma í viðtal. Hann fellst á
það þótt hann sé búinn að ákveða
að fara ekki í nein viðtöl eftir ára-
mót. Ég spyr hann fyrst hvenær
hann hafi byrjað í íþróttum:
„Ég byrjaði í spjótkasti þegar ég
var krakki í sveit. Boltasparkið
hófst ekki af alvöru fyrr en ég var
10 ára og fluttist til Ólafsvíkur. En
þegar maður átti heima úti á landi
æfði maður í flestar greinar, t.d.
var ég í glímu, hlaupi, sundi, spjót-
kasti, fótbolta og körfubolta...!“
- Hvaða íþróttir hefurðu æft
og með hvaða félögum?
—„Ég byrjaði að æfa fótbolta
með Breiðabliki en lék aðeins einn
leik með þeim. Svo fór ég að æfa
af alvöru með Víkingi í Ólafsvík,
lék með þeim frá því ég var tíu ára
til tvítugs. Ég spilaði svo með Val
frá 1979 til 1990 og síðan með
Stjörnunni síðastliðið sumar. Svo
hef ég einstöku sinnum kastað
/4 æ s K A N