Æskan - 01.01.1993, Side 45
ÆSKU
PÓSTUR
Pósthólf 523 -
121 Reykjavík
VÖRTUR OG
NAGLANAG
Kæra Æska!
Ég þakka gott blað.
Getið þið gefið mér ráð til að
hætta að naga neglurnar?
Hvernig losnar maður við vörtur?
Mýsla.
Svar:
Talið er að oftast sé byrjað
að naga neglurnar vegna
taugaóstyrks, kvíða eða ör-
yggisleysis - eða af öðrum
sálrænum orsökum. Það kann
að verða að vana og eftir það
hefur fólk ákveðna tilhneig-
ingu til að halda því áfram.
Stundum hefur verið griþið
til þess ráðs, einkum til að
venja börn af því að naga, að
bera eitthvert bragðvont en
hættulaust efni á neglurnar.
Vænlegra er þó að reyna að
komast að því hver hafi verið
ástæða þess og reyna að bæta
úr vanda. Ef til vill er nóg að
ræða málið á heimilinu en ver-
ið getur að leita þurfi til sál-
fræðings.
Vandinn kann að vera leyst-
ur en (ó)vaninn að sitja eftir.
Þá má reyna að mynda annan
vana í staðinn, til að mynda að
naga gulrætur. En ekki er ótrú-
legt að margir séu svo annars
hugar þegar þeir naga að þeir
verði þess ekki varir fyrr en
þeir hafa nagað um hríð...
I lyfjabúðum fæst efni sem
„þurrkar“ vörtur og auðveldar
að ná þeim upp með „rótum".
Nokkra þolinmæði þarf til að
vinna þannig á þeim. Læknar
hafa líka „brennt" vörturnar -
eða „fryst" þær með kælingar-
efni og eytt þeim.
VINIR OG LÖGGUR
Kæra Æska!
Þökk fyrir uþþlýsingar um Vini
og vandamenn og veggmyndina.
Hvar getur maður lært að
syngja?
Hvað þarf maður að vera
gamall til að verða lögga?
Brenda.
Svör:
Hægt er að læra söng hjá
kennurum í ýmsum skólum.
Rétt er að leita í símaskrá að
„söngskóla“ eða „tónlistar-
skóia".
Tvitugur.
KETTIR
OG HJÁLPARSTARF
Kæra Æska!
Þökk fyrir umfjöllun um hljóm-
sveitina Queen.
Er eðlilegt að kettir fari stund-
um mjög mikið úr hárum?
Hvað þarf að læra til að fara í
hjálparstarf?
Er hægt að fá drauma ráðna í
Æskunni?
NNN
Svar:
Þær upplýsingar fengust
hjá Kattavinafélaginu (s. 91-
672909) að ekki sé eðlilegt að
kettir fari mjög mikið úr hár-
um. En hár losnar meira um
miðjan vetur en á öðrum tím-
um. Mikið hárlos getur bent til
þess að fæða sé ekki rétt valin
- til að mynda eingöngu gefið
mjólk og fiskur. Æskilegt er að
gefa margs konar vítamínbætt-
an þurrmat sem fæst í verslun-
um. Ekki er talið heþpilegt að
fullorðnir kettir fái mikla mjólk.
Um undirbúning fyrir hjálp-
arstarf var fjallað í þættinum
Heil á húfi í 10. tbl. Æskunnar
1992.
Við höfum ekki ráðið
drauma - og fremur ólíklegt er
að það verði gert.
Spurningar um Freddie
voru afhentar umsjónarmanni
Poppþáttarins.
ÞYNNRI PAPPÍR -
MEIRA EFNI
Hæ, hæ, Æska!
Af hverju hafið þið ekki þynnri
þappír í Æskunni (eins og í
Bravó)? Þá gætuð þið haft meira
efni og meira fyrir alla aldurs-
hópa.
Hafið fleiri veggmyndir og
stórar litmyndir og hættið að
merkja veggmyndir með stórum
stöfum.
Af hverju þurfið þið að hafa
dýr á næstum hverri einastu
veggmynd ?
Getur þú sagt okkur eitthvað
um aðdáendaklúbb Guns ‘N
Roses - og heimilisfang hans?
Getur þú haft veggmynd með
þeirri hljómsveit?
Viltu birta nótur fyrir þíanó og
gítar með lögum G’NR?
Að lokum viljum við senda
kveðjur til Ragga og Tedda í
Grandaskóla.
A-D-S.
Svar:
Tímarit eru mismunandi.
Við höfum valið að hafa fjöl-
breytt efni á 64 síðum tíu sinn-
um á ári (og 16 að auki í jóla-
blaði) - á vönduðum pappír.
Eins og áður hefur komið fram
er stefnt að því að nota um-
hverfisvænan pappír í blaðið.
Veggmyndum munum við
ekki fjölga á næstunni. Okkur
þykir rétt að merkja þær (eins
og gert er hjá öðrum útgefend-
um blaða) - og kannast þannig
við verk okkar.
Myndir af dýrum eru vin-
sælar hjá áskrifendum Æsk-
unnar. Þess vegna verða þær
áfram,á veggmyndum - eins
og myndir af íþróttastjörnum,
tónlistarmönnum og öðrum
sem börn og unglingar dá.
Hljómsveitin Cuns N’
Roses hefur verið á vegg-
mynd. Beiðni um nótur var af-
hent umsjónarmanni Popþ-
þáttarins.
Heimilisfang aðdáenda-
klubbsins er (a.m.k. starfandi
1990):
Guns N’ Roses,
- Conspiracies Inc.,
P.O.Box 67279,
Los Angeles, CA 90067,
Bandaríkjunum.
Kærar þakkir
fyrir bréfin - og
að muna eftir að
greina frá fullu
nafni, aldri og
póstfangi. ~
ÆSKU
PÚSTUR
Æ S K A N 4 9