Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 24

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 24
EFTIR UNCAN ÁSKRIFANDA Kæra Æska! Ég er móðir fimm ára drengs sem segir og semur margt skemmtilegt. Hann heitir Guðjón Guðmundsson. Ég hef skrifað eftir honum því að hann kann það ekki sjálfur enn þá. Ég sendi þér nokkrar vísur og hugleiðingu. VORKOMAN Sumarið kemur, sólin skín. Senn kemur birta inn til mín. Sest ég niður sæt og fín. Syngur þá fuglinn upp á grín. KINDIN Kindin góða heitir Kápa. Hún er kollótt og hvít og svört á litinn. Ég viidi að ég mætti eiga hana! Hún er svo falleg og blíð. Kemur alltaf til mín og þá á að klappa henni og gefa henni aukabita að éta. Þá líður henni vel. Kindin jarmar lambið á: „Komdu litla Lipurtá!" „Lofðu mér grænu grasi á ganga hérna til og frá!“ Erla Þórðardóttir, Akranesi. Þökk fyrir sendinguna, Erla og Guðjón! Það er gaman að fá efni frá yngstu áskrifendunum. HEIMILISFÖNG OC FÆÐINGARDAGAR Sæll, Æskupóstur! Ég sendi þér upplýsingar um heimilisföng nokkurra aðdáendaklúbba vinsæls fólks og lista yfir fæðingar- daga og -ár margra leikara og tónlistarmanna: Sylvester Stallone, c/o Creative Artists Ag. Inc., 9830 Wilshire Blvd., Beverly Hills CA 90212, Bandaríkjunum. Jeremy Jackson, c/o Mega/Mary Grady Agency, 150 East Olive Ave, Suite 111, Burbank, CA 91502, Bandaríkjunum. Erika Eleniak, c/o Abrams Artists Inc., 9200 Sunset Blvd., Suite 625, Los Angeles, CA 90069, Bandaríkjunum. Ace of Base, Off. Fanclub, c/o Gabi Medrek, Hellbr. Weg 18, 74081 Hellbronn, Þýskalandi. 2.1.1961: Gabrielle Carteris 3.1. 1956: Mel Gibson 26.3. 1960: Billy Warlock 30.3. 1964: lan Ziering 3.4. 1972: Jennie Garth 12.4.1971: Shannen Doherty 16.5. 1973: Tori Spelling 15.7.1973: Brian Austin Green VINIR 0G VANDAMENN 9.8.1963: Whitney Houston 16.8. 1958: Madonna 26.8.1980: Macaulay Culkin Hanna Kristín. Þakka þér fyrir, Hanna Kristín! Við birtum meira síðar... Þess má líka geta að Jennie Garth giftist fyrir nokkru tónlistarmanninum Dan Clark. Meðal gesta voru leikarar úr Vinum og vandamönnum. Sagt er að brúðkaupið hafi haft þau á- hrif að lan Ziering hafi beð- ið Nicole kærustu sinnar á kirkjutröppunum. Brian Austin Green hef- ur og beðið leikkonunnar Tiffani Amber-Thiessen ... HITT BÆÐI OG ÞETTA Sæl, kæra Æska! Mér finnst Æskan frábært blað og ég er sammála mörgum áskrifendum um að teiknimyndasagan um Evu og Adam sé æðisleg. Nýja sagan úr dagbókum Berts er ekki alveg eins góð en má þó sannarlega vera áfram í blaðinu fyrir þá sem líkar hún (það má ekki bara hugsa um sjálfan sig!). Ég tek oft þátt í getraun- um og þrautum Æskunnar og finnst það gaman. En nú ætla ég að spyrja nokkurra spurninga: 1. Ráðið þið drauma hjá Æskunni? Bestu vinkonu mína dreymir oft skrýtna drauma sem okkur langar til að vita hvað merkja. 2. Koma aldrei nýjar bæk- ur á listann yfir þær sem eru í verðlaun? Hvenær þá? Ég get aldrei valið mér bók því að ég er búinn að lesa þær allar. 3. Lesið þið úr skrift? Ef svo er - hvað lestu úr minni skrift? Hvað er ég gömul? Súrsaður rabbarbari. Svar: Þakka þér fyrir viður- kenningarorð! 1. og 3. spurningu verð- um við að svara neitandi. Það er vandráðið í drauma. Ýmsir lesa úr þeim eftir al- mennum skýringum sem ekki gefa alltaf rétta mynd. Við teijum hæpið að beita þeirri aðferð og eiga á hættu að rugla lesendur í ríminu. Ýmsir sérfræðingar hafa bent á að það sé ekki á færi fólks almennt að lesa persónuleika úr skrift - þó að til séu leiðbeiningar um það efni og ályktanir frá þeim standist stundum. Við höfum kosið að láta það að mestu vera í þess- um dálki svo að engin hætta sé á misskilningi. En óhætt er að nefna hvernig gengið er frá bréf- um og giska á aldur. Þú hefur verið vandvirk þegar þú skrifaðir bréfið! Kannski ertu tólf ára. 2. Nýjum bókum er ann- að veifið bætt á listann - en kannski ekki nógu mörgum. Auk þeirra má velja um ýmislegt annað í verðlaun. SÖGURÚRGÖML- UMÆSKUBLÖÐUM Kæra Æska! Gætuð þið haft sögur úr gömlum Æskublöðum, t.d. frá árunum 1965-1975. Mamma mín og amma voru áskrifendur þegar þær voru litlar: amma 1920-1930 en mamma 1965-1975. Við eig- um Æskublöðin hennar ömmu og ég er með þau sem mamma fékk, í þremur möppum. Ég þakka gott blað. S.G. 2 4 Æ S K A N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.