Æskan - 01.05.1994, Síða 14
LANDSBANKAH LAU PIÐ
FliIiIMifíKKfili
SPRETTA ÚR SPORI!
suður-amerískum dönsum.
Við fórum líka til Blackpool í vor
með níu öðrum pörum úr dansskól-
anum. Þar voru um 90 keppendur
frá íslandi."
- Eru strangar æfingar í dansi?
„Stundum, sérstaklega fyrir
keppni. Þá æfum við alla daga. Ann-
ars eru tímar tvisvar í viku.“
- Dáir þú einhverja dansara fram-
ar öðrum?
„Það er erfitt að gera upp á milli.
En ég get nefnt Jón Þétur og Köru.“
Landsbankahlaupið fór fram í ní-
unda sinn 28. maí sl. 3500 krakkar á
38 stöðum, þar sem bankinn hefur
útibú, tóku þátt í því en einnig var
hlaupið í Mosfellsbæ og Garðabæ.
Hlaupið er samstarfsverkefni
Landsbanka íslands og Frjálsíþrótta-
sambandsins. Markmiðið er að auka
þátttöku og áhuga æskufólks á /'-
þróttum og hollri hreyfingu.
Tómas Jónasson fylgdist með
hlaupinu í Reykjavík og tók myndir
fyrir okkur. Hann er 14 ára en þaul-
vanur Ijósmyndari, einn af verðlauna-
höfunum í Ijósmyndakeppni Æsk-
unnar í fyrra.
Krakkar á aldrinum 10 til 13 ára
áttu rétt til þátttöku í hlaupinu. Skrár
yfir sigurvegara hafa birst í blöðum.
Við höfum ekki rými fyrir þann fjölda
nafna en óskum bæði verðlaunahöf-
um og öðrum til hamingju með að
hafa tekið þátt í hlaupinu! Eflaust
eiga flestir þeirra eftir að æfa og
keppa í hlaupi eða öðrum greinum á
næstu árum og stæla sig þannig og
styrkja. Gangi ykkur vel!
Við spjöllum hér við tvo krakka úr
öllum fjöldanum - en birtum myndir
af mörgum.
DANSAR OG LEIKUR Á
KLARINETT
Linda Heiðarsdóttir sigraði í flokki
stúlkna sem fæddar voru 1982 og
kepptu í Reykjavík. Hún hljóp vega-
lengdina, u.þ.b. 1500 metra, á 6.13
mínútum. Við ræddum við hana
nokkru eftir keþþnina. í Ijós kom að
hún er kraftmikil stúlka og hefur á-
huga á ýmsu ...
„Nei, ég hef ekki æft hlaup - en
ég var að byrja á námskeiói hjá ÍR
um daginn," svarar Linda fyrstu
7 4 Æ S K A N
spurningunni. „Við fengum blað eftir
Landsbankahlaupið með upplýsing-
um um það. Mér finnst gaman þar.“
- Hefur þú keppt í hlaupi áður?
„Ég tók fyrst þátt í Landsbanka-
hlaupinu í hittifyrra og aftur í fyrra.
Þá varð ég þrettánda."
- Stefndir þú að því að sigra
núna?
„Ég hugsaði ekki um það fyrir
hlaupið. Ég var þriðja nánast allan
tímann en tók svo sprett og komst
fram fyrir hinar.“
- Hefur þú æft aðrar íþróttagreinar?
„Neei - jú, ég hef lært dans frá því
að ég var fjögurra ára, í Dansskóla
Hermanns Ragnars."
- Hefur þú þá keppt í dansi?
„Já, við kepptum til dæmis á ís-
landsmeistarmótinu í vor.“
- Hvað heitir dansherrann?
„Hannes Þór Egilsson. Við höfum
æft saman í þrjú ár.“
- Hvernig gekk núna?
„Ágætlega. Við urðum í 6. sæti í
- í hvaða skóla ertu?
„Ég er í 6. bekk í Laugarnes-
skóla."
- Hvað þykir þér skemmtilegast
að læra?
„Líklega líffræði. Annars finnst
mér flestar greinar skemmtilegar."
- Ertu að fást við eitthvað fleira?
„Ég læri líka á klarínett í skólan-
um. Þar er tónlistarkennsla. Ég byrj-
aði átta ára að læra á blokkflautu og
fór að sþila á klarínett með litlu