Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 14

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 14
LANDSBANKAH LAU PIÐ FliIiIMifíKKfili SPRETTA ÚR SPORI! suður-amerískum dönsum. Við fórum líka til Blackpool í vor með níu öðrum pörum úr dansskól- anum. Þar voru um 90 keppendur frá íslandi." - Eru strangar æfingar í dansi? „Stundum, sérstaklega fyrir keppni. Þá æfum við alla daga. Ann- ars eru tímar tvisvar í viku.“ - Dáir þú einhverja dansara fram- ar öðrum? „Það er erfitt að gera upp á milli. En ég get nefnt Jón Þétur og Köru.“ Landsbankahlaupið fór fram í ní- unda sinn 28. maí sl. 3500 krakkar á 38 stöðum, þar sem bankinn hefur útibú, tóku þátt í því en einnig var hlaupið í Mosfellsbæ og Garðabæ. Hlaupið er samstarfsverkefni Landsbanka íslands og Frjálsíþrótta- sambandsins. Markmiðið er að auka þátttöku og áhuga æskufólks á /'- þróttum og hollri hreyfingu. Tómas Jónasson fylgdist með hlaupinu í Reykjavík og tók myndir fyrir okkur. Hann er 14 ára en þaul- vanur Ijósmyndari, einn af verðlauna- höfunum í Ijósmyndakeppni Æsk- unnar í fyrra. Krakkar á aldrinum 10 til 13 ára áttu rétt til þátttöku í hlaupinu. Skrár yfir sigurvegara hafa birst í blöðum. Við höfum ekki rými fyrir þann fjölda nafna en óskum bæði verðlaunahöf- um og öðrum til hamingju með að hafa tekið þátt í hlaupinu! Eflaust eiga flestir þeirra eftir að æfa og keppa í hlaupi eða öðrum greinum á næstu árum og stæla sig þannig og styrkja. Gangi ykkur vel! Við spjöllum hér við tvo krakka úr öllum fjöldanum - en birtum myndir af mörgum. DANSAR OG LEIKUR Á KLARINETT Linda Heiðarsdóttir sigraði í flokki stúlkna sem fæddar voru 1982 og kepptu í Reykjavík. Hún hljóp vega- lengdina, u.þ.b. 1500 metra, á 6.13 mínútum. Við ræddum við hana nokkru eftir keþþnina. í Ijós kom að hún er kraftmikil stúlka og hefur á- huga á ýmsu ... „Nei, ég hef ekki æft hlaup - en ég var að byrja á námskeiói hjá ÍR um daginn," svarar Linda fyrstu 7 4 Æ S K A N spurningunni. „Við fengum blað eftir Landsbankahlaupið með upplýsing- um um það. Mér finnst gaman þar.“ - Hefur þú keppt í hlaupi áður? „Ég tók fyrst þátt í Landsbanka- hlaupinu í hittifyrra og aftur í fyrra. Þá varð ég þrettánda." - Stefndir þú að því að sigra núna? „Ég hugsaði ekki um það fyrir hlaupið. Ég var þriðja nánast allan tímann en tók svo sprett og komst fram fyrir hinar.“ - Hefur þú æft aðrar íþróttagreinar? „Neei - jú, ég hef lært dans frá því að ég var fjögurra ára, í Dansskóla Hermanns Ragnars." - Hefur þú þá keppt í dansi? „Já, við kepptum til dæmis á ís- landsmeistarmótinu í vor.“ - Hvað heitir dansherrann? „Hannes Þór Egilsson. Við höfum æft saman í þrjú ár.“ - Hvernig gekk núna? „Ágætlega. Við urðum í 6. sæti í - í hvaða skóla ertu? „Ég er í 6. bekk í Laugarnes- skóla." - Hvað þykir þér skemmtilegast að læra? „Líklega líffræði. Annars finnst mér flestar greinar skemmtilegar." - Ertu að fást við eitthvað fleira? „Ég læri líka á klarínett í skólan- um. Þar er tónlistarkennsla. Ég byrj- aði átta ára að læra á blokkflautu og fór að sþila á klarínett með litlu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.