Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 21

Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 21
Örvar Jens i hlutverki Tómasar - i biói með foreldrum sinum sem leiknir eru af Sigrúnu „Diddú" Hjálmtýsdóttur og Rúrik Haraldssyni. „Já, Alberto Tomba.“ - En hverja dáir þú mest af knatt- spyrnumönnum? „Ronald Koeman og Romario." - Hvernig finnst þér að vera orð- inn kvikmyndaleikari sem fólk í mörgum löndum sér á tjaldinu? „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta var bara vinna.“ - Töluðu krakkarnir í skólanum mikið um þig og myndina í vetur? „Bara fyrstu tvær vikurnar eftir að ég kom í skólann." - Stefnir þú að því að leika í fleiri myndum? „Nei, mig langar reyndar ekki til þess.“ ULLARSOKKAR, ÓTRÚLEGAR SKYRTUR OG BUXUR SEM STINGA ... fyndin. Hún er fyrir alla fjölskylduna." - Hvað fannst þér skemmtilegast við tökurnar? „Mér fannst skemmtilegast síð- asta daginn. Þá var verið mynda knattspyrnuleik. Það var gott veður og mjög gaman. Ég var markvörður hjá Fram ..." - En leikur ekki í marki hjá Hauk- um ... „Nei, ég er venjulega á hægri kanti eða miðjunni." - Eruð þið strákarnir oft í leikjum í myndinni? „Já, þegar hún á að gerast voru krakkar miklu meira í leikjum en núna. Við fórum í ýmsa leiki.“ - Varð að kenna ykkur þá? „Suma, aðra þekktum við.“ - Hvernig fannst þér fötin sem þú klæddist? „Þau voru dálítið skrýtin að vísu, ekki alveg í tísku núna! Ég var til dæmis oftast í gúmmítúttum. Það eru lágir, flatbotna gúmmískór. Við hátíðleg tækifæri fór ég í strigaskó. Annars voru það títuprjónar í buxun- um sem öngruðu mig mest! Pabbi fann gamlan jakka af sér og ég notaði hann mikið. Hann var einmitt tíu ára um líkt leyti og mynd- in gerist." - Hvað fannst þér erfiðast? „Mér fannst leiðinlegast að missa alveg af fótboltanum með Haukum og vera einn í Skagafirði þar sem hluti myndarinnar var tekinn. Ég hafði yfirleitt ekkert að gera milli at- riða. Að vísu var strákur þarna á bænum og við lékum okkur dálítið í fótbolta. Pabbi, mamma og systir mín skruppu svo norður og ég fékk frí til að vera með þeim einn dag. Það var ágæt tilbreyting." - Koma þau fram í myndinni? „Systir mín leikur krakka í götunni þar sem Tómas á heima. Hún kemur nokkrum sinnum fram. Pabbi og mamma sjást einu sinni ganga yfir götu. Það er dálítið skemmtilegt að systir mín á afmæli 30. júní þegar myndin verður frumsýnd! Þá verður hún níu ára.“ - Hér eru margir peningar og bik- ar. Fyrir hvað fékkstu þessi verð- laun? „Ég hef fengið þau í knattspyrnu og skíðakeppni." - Ertu mikið á skíðum? „Já, við fjölskyldan förum oft á skíði og ég hef æft tvo síðastliðna vetur með Ármanni. Pabbi er frá Ak- ureyri og keppti þar á skíðum. Við þekkjum konu sem er skíðakennari hjá Ármanni. Þess vegna æfi ég þar. Aðalgreinin mín er stórsvig en ég keppi líka í svigi. Ég fór með fjölskyldunni í skíða- ferðalag til Austurríkis veturinn 1991 og við ætlum til Monte Rosa á Ítalíu um næstu jól.“ - Áttu eftirlætis-skíðamann? Þeir Höskuldur Eiríksson 13 ára og Hans Þór Hilmarsson 10 ára leika vini Tómasar, Lárus og Bigga. Orri Helgason fer með hlutverk Nikulás- ar, 15 ára bróður hans. Ég ræddi við þá saman. Orri hefur oft verið á fjölunum. Hann lék Ljósvíkinginn í Höll Sumar- landsins, fyrstu sýningunni í Borgar- leikhúsinu. Þegar hann var átta ára lék hann í Óvitum í Þjóðleikhúsinu. í vetur var hann með í útvarpsleikrit- inu um Kaj Munk. Auk þess hefur hann oft komið fram í auglýsingum. Það er raunar ekki að undra að hann fáist við leiklist því að foreldrar hans, Helgi Björnsson og Vilborg Halldórs- dóttir eru leikarar. Höskuldur hafði verið á sviði í Hveragerði í leikritinu Bróðir minn Ijónshjarta. Hans Þór hafði ekki leik- ið. Ég spurði þá hvernig þeir hefðu fengið áhuga á að sækja um hlut- verk í myndinni... Hans Þór: Fósturfaðir minn sá auglýsinguna. Okkur fannst þetta spennandi og drifum okkur á staðinn með mynd af mér og sóttum um! Höskuldur: Vinur pabba sá þetta auglýst og sagði okkur frá því. Mér leist vel á það sem ágætis sumar- vinnu. Ég hafði ekkert betra að gera. Orri: Bróðir minn sótti um hlutverk og mamma fékk mig til þess að sækja líka. Ég hafði ekki verið að hugsa um það. Æ S K A N 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.