Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1994, Page 21

Æskan - 01.05.1994, Page 21
Örvar Jens i hlutverki Tómasar - i biói með foreldrum sinum sem leiknir eru af Sigrúnu „Diddú" Hjálmtýsdóttur og Rúrik Haraldssyni. „Já, Alberto Tomba.“ - En hverja dáir þú mest af knatt- spyrnumönnum? „Ronald Koeman og Romario." - Hvernig finnst þér að vera orð- inn kvikmyndaleikari sem fólk í mörgum löndum sér á tjaldinu? „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Þetta var bara vinna.“ - Töluðu krakkarnir í skólanum mikið um þig og myndina í vetur? „Bara fyrstu tvær vikurnar eftir að ég kom í skólann." - Stefnir þú að því að leika í fleiri myndum? „Nei, mig langar reyndar ekki til þess.“ ULLARSOKKAR, ÓTRÚLEGAR SKYRTUR OG BUXUR SEM STINGA ... fyndin. Hún er fyrir alla fjölskylduna." - Hvað fannst þér skemmtilegast við tökurnar? „Mér fannst skemmtilegast síð- asta daginn. Þá var verið mynda knattspyrnuleik. Það var gott veður og mjög gaman. Ég var markvörður hjá Fram ..." - En leikur ekki í marki hjá Hauk- um ... „Nei, ég er venjulega á hægri kanti eða miðjunni." - Eruð þið strákarnir oft í leikjum í myndinni? „Já, þegar hún á að gerast voru krakkar miklu meira í leikjum en núna. Við fórum í ýmsa leiki.“ - Varð að kenna ykkur þá? „Suma, aðra þekktum við.“ - Hvernig fannst þér fötin sem þú klæddist? „Þau voru dálítið skrýtin að vísu, ekki alveg í tísku núna! Ég var til dæmis oftast í gúmmítúttum. Það eru lágir, flatbotna gúmmískór. Við hátíðleg tækifæri fór ég í strigaskó. Annars voru það títuprjónar í buxun- um sem öngruðu mig mest! Pabbi fann gamlan jakka af sér og ég notaði hann mikið. Hann var einmitt tíu ára um líkt leyti og mynd- in gerist." - Hvað fannst þér erfiðast? „Mér fannst leiðinlegast að missa alveg af fótboltanum með Haukum og vera einn í Skagafirði þar sem hluti myndarinnar var tekinn. Ég hafði yfirleitt ekkert að gera milli at- riða. Að vísu var strákur þarna á bænum og við lékum okkur dálítið í fótbolta. Pabbi, mamma og systir mín skruppu svo norður og ég fékk frí til að vera með þeim einn dag. Það var ágæt tilbreyting." - Koma þau fram í myndinni? „Systir mín leikur krakka í götunni þar sem Tómas á heima. Hún kemur nokkrum sinnum fram. Pabbi og mamma sjást einu sinni ganga yfir götu. Það er dálítið skemmtilegt að systir mín á afmæli 30. júní þegar myndin verður frumsýnd! Þá verður hún níu ára.“ - Hér eru margir peningar og bik- ar. Fyrir hvað fékkstu þessi verð- laun? „Ég hef fengið þau í knattspyrnu og skíðakeppni." - Ertu mikið á skíðum? „Já, við fjölskyldan förum oft á skíði og ég hef æft tvo síðastliðna vetur með Ármanni. Pabbi er frá Ak- ureyri og keppti þar á skíðum. Við þekkjum konu sem er skíðakennari hjá Ármanni. Þess vegna æfi ég þar. Aðalgreinin mín er stórsvig en ég keppi líka í svigi. Ég fór með fjölskyldunni í skíða- ferðalag til Austurríkis veturinn 1991 og við ætlum til Monte Rosa á Ítalíu um næstu jól.“ - Áttu eftirlætis-skíðamann? Þeir Höskuldur Eiríksson 13 ára og Hans Þór Hilmarsson 10 ára leika vini Tómasar, Lárus og Bigga. Orri Helgason fer með hlutverk Nikulás- ar, 15 ára bróður hans. Ég ræddi við þá saman. Orri hefur oft verið á fjölunum. Hann lék Ljósvíkinginn í Höll Sumar- landsins, fyrstu sýningunni í Borgar- leikhúsinu. Þegar hann var átta ára lék hann í Óvitum í Þjóðleikhúsinu. í vetur var hann með í útvarpsleikrit- inu um Kaj Munk. Auk þess hefur hann oft komið fram í auglýsingum. Það er raunar ekki að undra að hann fáist við leiklist því að foreldrar hans, Helgi Björnsson og Vilborg Halldórs- dóttir eru leikarar. Höskuldur hafði verið á sviði í Hveragerði í leikritinu Bróðir minn Ijónshjarta. Hans Þór hafði ekki leik- ið. Ég spurði þá hvernig þeir hefðu fengið áhuga á að sækja um hlut- verk í myndinni... Hans Þór: Fósturfaðir minn sá auglýsinguna. Okkur fannst þetta spennandi og drifum okkur á staðinn með mynd af mér og sóttum um! Höskuldur: Vinur pabba sá þetta auglýst og sagði okkur frá því. Mér leist vel á það sem ágætis sumar- vinnu. Ég hafði ekkert betra að gera. Orri: Bróðir minn sótti um hlutverk og mamma fékk mig til þess að sækja líka. Ég hafði ekki verið að hugsa um það. Æ S K A N 2 1

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.