Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1994, Síða 52

Æskan - 01.05.1994, Síða 52
Umsjón: Hafþór Kristjánsson 15 ára. Sjávargötu 5, 225 Bessastaðahreppi. PRINSINN AF PERSIU Flest allir sem eiga PC tölvu kannast við leikinn, Prinsinn af Pers- íu (Prince of Percia), sem kom út á Nintendo fyrir rúmu ári. Hér skal honum lýst lauslega fyrir þá Nin- tendo-eigendur sem ekki hafa reynt hann eða séð. Leikurinn fjallar um prins sem þarf að bjarga prinsessu frá illum manni. Hann þarf að leysa margar þrautir á nokkrum borðum. Grafíkin er ekki eins góð og í PC, Atari og Amiga en samt sem áður vel gerð. Hljóðið er nokkuð gott og tónlistin, sem leikin er í byrjun, tekst nokkuð vel. Leikurinn er mjög skemmtilegur og spennandi í þess- ari tölvu eins og hinum. EinfciMnnz I Grafík: 68% 1 Hljóð: 82% 1 Skemmtun: 80% I Fullkomleiki: 70% I Meðaltal: 75% I PRÓFRAUNALEIKIRNIR („Quest for Glory“) ELDSLÓÐIN („ Trail by Fire“ - PC.) Leikurinn er beint framhald af Prófraunaleiknum, Þú vilt sem sé verða hetja! („So You Want to Be a Hero“). Hægt er að nota sömu hetjuna og í fyrra ævintýrinu eða velja nýja. Bardagamaður, galdramaður og þjófur eru í boði! Hetjan fer frá bænum Leikja- borg (Spielburg) á fljúgandi teppi með Shameen, Sheema og teppa- sölumanninum Abdulla Doo til töfraborgarinnar Shapeir. Þegar þangað kemur fréttir hún af annarri borg í grennd. Hún heitir Rasein og er í álögum. Ævintýrið snýst um að komast að leyndar- málinu um álögin sem hvíla á borginni og reyna að létta þeim af henni áður en þau verða svo öflug að þau leggjast á allan heiminn. Grafíkin er mjög góð miðað við að einungis eru notaðir 16 litir. Hljóðið er mjög gott í „Sound Blaster1' en ekki nógu gott í „Speaker". Til þess að geta spilað leikinn verður að hafa MsDos, 16 lita VGA/EGA - Tandy/CGA, 512 kb í minni. Leikurinn var gefinn út 1990. EEinfcunn: PC S B Sp. Grafík 89% 89% Hljóð 80% 25% Skemmtun 90% 80% Fullkomleiki 85% 75% Meðaltal 86% 67% 5 2 Æ S K A N

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.