Æskan - 01.05.1994, Blaðsíða 22
Götubardagi! Hans Þór sem Biggi fremstur i flokki!
- Hvað finnst ykkur skemmtileg-
asta atriðið?
Höskuldur: Þegar Lárus er að
borða sælgæti og drekka gos í tíma
og fær kennarann á móti sér. Það
endar með því að gýs úr flöskunni
yfir alla. 8 i
Hans Þór: Já, það er fyndið.
Götubardaginn er líka spaugilegur.
Þar er Biggi að slá með spýtu í
drullupoll. Verst að þurfti að endur-
taka það nokkrum sinnum og ég
varð svolítið blautur.
Orri: Mér fannst skemmtilegast að
leika atriðið þegar ég er að herma
eftir hljómsveitinni Kinks - með
svarta hárkollu og rauðan rafmagns-
gítar sem er tengdur við ævagamalt
útvarp. Mér fannst líklegast að það
spryngi í loft upp en það gerðist þó
ekki.
- Hvernig líkaði ykkur við persón-
urnar sem þið áttuð að túlka?
Orri: Nikulás er ósköp mikið
mömmubarn ...
Höskuldur: Lárus er frumlegur,
ungur drengur, „snyrtipinni" með
slaufu ...
Hans Þór: Biggi er fínn strákur en
prakkari og dálítið stríðinn.
- Hvernig þóti ykkur klæðnaður-
inn?
Höskuldur: Hrikalega skrýtinn ...
Ég var í gúmmítúttum, háum köflótt-
um sokkum og buxum sem stungu!
Hans Þór: Mér fannst það ágætt
sem ég var í, gallabuxur, peysa með
V-hálsmáli og svartir leðurskór.
Orri: Æ, ég var í ullarsokkum og
ótrúlegum skyrtum!
- Hafið þið hug á að leika meira?
Hans Þór: Ég get hugsað mér
það. Mér fannst það mjög gaman.
Höskuldur: Já, ég hef dálítinn á-
huga á því. Ég hef verið að æfa hlut-
verk í Sönnum sögum. Það er leikrit
fyrir fullorðna sem verður sýnt á
Listahátíð og ( Þjóðleikhúsinu í
haust. Við erum tveir sem förum
með hlutverkið og skiptumst á að
koma fram.
Orri: Já, ég ætla í leiklistarskóla
þegar fram í sækir.
- Á hverju hafið þið mestan á-
mm i
Höskuldur: íþróttum, körfubolta
og knattspyrnu.
Hans Þór: Handknattleik. Ég æfði
með Fram í tvo vetur og ætla aftur í
haust. Ég var líka í knattspyrnu.
Orri: Hinu og þessu. Ég hef til
dæmis verið í tónlistarskóla og lært
á píanó í nokkur ár.
Vinirnir kíkja á glugga ...
Framleiðendur mynd-
arinnar eru á einu máli
um að strákarnir hafi
staðið sig mjög vel og
hafi mikla hæfileika. Þeg-
ar þetta tölublað berst
áskrifendum hafa margir
eflaust séð Bíódaga og
geta dæmt um það sjálf-
ir. Síðar fá aðrir áskrif-
endur tækifæri til þess -
og krakkar í öðrum lönd-
um og heimsálfum ...
2 2 ÆSKAN