Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 6

Æskan - 15.12.1925, Blaðsíða 6
98 Æ S K A N 8 g! O Jólasaga e/tir Y. Z. o sIIiié ||P££|| § Með mundum efíir Truqqva Maqnússon. § AÐ var aðfangadagur jóla og veðrið var alveg eins og það átti að vera, eða það fanst litlu systkin- unum í Hvammi. t*au voru svo lengi búin að hlakka til jólanna og höfðu beðið þess heitt og innilega að veðrið yrði gott, svo það gæti orðið reglulega jólalegt. Þeim var það minnisstætt, hve vont var veðrið síðasta jólakveld, þá rigndi svo mikið, að lækirnir runnu í sífeilu niður eftir biksvörtum rúðum og storm- urinn hvein án afláts. En það sem þeim þótli verst af öllu var það, að Gunna gamla í Hjáleigunni gat ekki komið til þeirra á jólakveldið, eins og hún var vön, því veðrið leyfði það ekki. En nú var útlitið betra. Það hafði snjóað á Þorláksmessu og frosið nóttina eftir og nú var himininn heiður og blár og það marraði hátignarlega í snjónum, svo börnin réðu sér ekki fyrir fögnuði og óþreyju, svo þau áttu bágt með að halda kyrru fyrir og tóku það ráðið, sem mörgu barninu hefir þólt einna hentugast, en það var, að vera á sífeldu eigri út og inn. Þeim hafði verið lofað því, að þau mæítu fara sjálf til Gunnu gömlu og bjóða henni heim um kveldið, fyrst veðrið var svona gott, og oft þurfti að gá á klukkuna til þess að vita hvað timanum liði. Siggi, sem var yngri en Stína systir hans, fann upp á því snjall- ræði að flýta klukkunni dálítið, en það vildi Stína ekki og reyndi að leiða hon- um fyrir sjónir, að timinn liði ekki fljótar fyrir það. Þau settust í snjóinn beint á móti eldhúsglugganum, lengra vildu þau ekki fara fiá bænum, því það var þó betra að hafa auga með því, sem gerðist inni. Þau sáu mönnu sína vera að baka fínar kökur og sumar stúlkurnar voru að hjálpa henni með það og aðrar að þvo og gera hreint húsið. Þau fóru að hnoða snjó milli handanna og þóltust líka vera að baka til jólanna og samræðuefnið var jólatréð, sem þau vissu að þau áttu að fá í kveld, en fengu ekki að sjá fyr en búið væri að kveikja á því. Alt í einu heyrðu þau þrusk fyrir aftan sig og snjógusurnar gengu yfir þau. Kötturinn þeirra, sem hét Bokki, hafði setið hjá þeim og þau höfðu ekki gefið honum neinn gaum, svo hann hafði læðst í burtu og var nú kominn í áflog við snjótitling, sem hann ætlaði sér endi- lega að klófesta. Börnin þutu upp í dauðans ofboði og ætluðu að ráðast á köttinn og hjálpa blessuðum litla fugl- inum, en þá þaut hann sem kólfi væri skotið inn um hálfopnar dyrnar og inn í eldhús. Börnin hlupu á eftir honum og kölluðu: »Mamma, mamma! taktu fuglinn af honum Bokkakr En þau voru varla búin að sleppa orðinu, þegar mamma þeirra kom fram úr dyrunum með fuglinn í hendinni. Hún hafði strax tekið eftir kettinum og náð af honum fuglinum. »En að kattarskömmin skyldi ná í fugl um þetta Ieyti árs, það er svo sjaldgæft«, sagði mamma þeirra. »Lof mér sjá hann, lof inér sjá hann«, sögðu börnin með tárin í augunum. »Sko, hvað auminginn er hræddur«, sagði mamma, »en ég held að hann sé

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.