Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 10

Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 10
102 Æ S K A N skeggið og var nú að binda um hálsinn hvítum treíli, lét svo á sig kollháan og barðastóran hatt og þá var Guðni orð- inn fínn. Svo fóru þau niður í eldhúsið; þar hittu þau mömmu sína og allar stúlk- urnar, spariklæddar, og Gunna gamla var komin og var að spjalla við þær. Hún heilsaði börnunum og tók upp úr vasa sínum klút, sem hún rakti sundur i kjöltu sinni, úr honum tók hún tvenna rósaleppa og fáein smákerti og rétli börnunum, en þau hlupu upp um háls- inn á henni og kystu hana í staðinn. Ósköp var Gunna fín, með bláu svunt- una og rósótt slifsi, hún hafði húfuna framarlega og fléttaði hárið fyrir framan eyrun, það þótti stúlkunum kerlingarlegt, en það gátu börnin ekki séð. Nú kallaði mamma á fólkið og allir settust til borðs. t*etta var óvenjulega hátíðlegt borðhald; lítil marglit kerti loguðu hjá hverjum diski og steikin ilmaði um alt húsið. Búðingurinn stóð á kommóðunni og beið eftir að röðin kæmi að sér. Já, maturinn var góður, en þó áttu börnin fult í fangi með að sitja kyr allan tímann, sem fólkið var að borða; þau voru alt af að hugsa um jólatréð; en fólkið fór að öllu hægt, það rabbaði saman um alía heima og geima. Bokki húkti á eldhúsborðinu og át steik í næði, hann leit upp stórum augum í hvert skifti, sem stofuhurðinni var lokið upp. Loksins var þó borðhaldið á enda, fólkið stóð upp og þakkaði fyrir mat- inn, stúlkurnar flýltu sér að bera fram diskana og svo var farið að lesa jóla- iesturinn. Börnin sátu kyrlát og hlustuðu á fegurstu söguna, sem þau höfðu heyrt; þeim fanst jólaatburðurinn vera að ger- ast og ósjálfrátt leituðu augun út um gluggann, ef vera kynni að þau fengju að sjá himininn opnast og englana birt- ast. Þau litu á fólkið i kringum sig, ekki var það að gá að neinu út um gluggann, það var alt svo alvarlegt*og amma og Gunna gamla þurkuðu sér um augun. Skyldi eitthvað ganga að þeim? það var þó óskiljanlegt, því þau hefðu getað hrópað hátt af gleði. Nú var lesturinn búinn og sálmurinn: »Heims um ból« sunginn, hann gátu þau sungið með. Svo þakkaði fólkið fyrir lesturinn og jólatréð var sótt og kveikt á því, það var í fyrsta sinn að þau höfðu fengið jólatré og þeim fanst eins og allar himinsins stjörnur væru komnar í stof- una til þeirra, og efst i toppnum var stór logagylt stjarna, það hlaut að vera Betlehemsstjarnan; þau spurðu mömmu sína að því og hún kysti litlu börnin sín og sagði þeim að jólatréð væri i- mynd Jesú-barnsins, sem fæddist á jóla- nóttina, syndugum mönnum til sálu- hjálpar, og við ættum öll að keppa eftir því að verða sem skínandi Ijós á grein- um þessum. ®<3®3&3&3®(3<3&®<3<3<3<3<3®&3<3<3®3<3<3®<3a aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaí. ö Barnabæn. Ijjúfi Jesú, lilin’ á mig, liliö barn, sem elskar pig, jáll ég vcit, ó, vorkenn mér, vef mig upp nð brjósli pér. 0, ég hlakka, hlakka til hjarla píns ad vermasl ijl; Ijú/i Jesú, leg/ mér inn, lillu barni’, í himinn pinn. Lambið Guðs, ég líl lil pin, lifið pilt sé forskri/t min, pú varsl lika lílið barn, lyndisglaður og gndisgjarn. Auðsveipnina innrœt mér, ég vil feginn líkjasl pér; ge/ 'ég elski, eins og pú, ástvin minn, ég bið i Irú.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.