Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 14
106
Æ S K A N
Nonni rendi augunum frá sér numinn
eftir þessum kynjavegg. — Þá kvað við
þrumandi liljóð; engillinn blés í þriðja
sinn. Beljandi tónahrannirnar fóru gegn-
um merg og bein.
Og myndirnar á skiðgarðinum lifnuðu
við. Og Davíð hljóp fram og tók stein úr
tösku sinni og slöngvaði í ennið á Golíat,
og Golíat féll endilangur. Og hvalurinn
fór á kaf með Jóna3. Og Móse laust
klettinn, svo að vatnið spratt af honum.
Og Babelsturninn hrundi. Og engill Jahve
kallaði til Abrahams: »Abraham, Abra-
ham, legg þú ekki hönd áj sveininn,
og gjör þú honum ekkert, því að nú veit
ég, að þú óttast Guð, þar sem þú synj-
aðir mér ekki um einkason þinn«.
Þá leið lúðuihljómurinn frá, og mynd-
irnar stirðnuðu. Síóra roðasteinshliðið
á garðinum lokaðist með braki og brest-
um, og Nonni litli rankaði við sér.
— O, mikil skelfing, hvað var orðið
af honum pabba? Og engillinn var lika
horfinn! Og óttalega var alt orðið hljótt.
— Nonni litli ætlaði að hlaupa að hlið-
inu og klappa á það, en þá óskýrðist
það og leystist upp í þokubólslra, sem
liðu burt og runnu út í fannhvíta breiðu,
og s! jörnurnar komu í ljós hver af ann-
ari og depluðu svo kankvíslega augun-
um framan í Nonna litla.
Og safamikla grængresið, marglitu
blóniin, fjárhóparnir og fuglarnir, alt var
þetla horfið, en einhver nístingsku’di
ko.ninn í staðinn'.
Pá lét Nonni litli fallast á kné í snjó-
inn og bað Guð af öllu hjarta að taka
ekki frá sér hann pabba sinn, sem hann
elskaði heitast af öllu.
Dálítinn tíma lá hann þarna í snjónum,
og brennheit tárin runnu niður vaugana.
En snögglega fór titringur um loftið.
Drynjandi rödd sem af himnum kvað
við: »Nonni, þér er gefinn faðir þinn!«
Og fjöllin tóku undir hvert af öðru:
»Nonni, þér er gefinn faðir þinn!«
Nonni litli leit upp: pattbi hans stóð
þar hjá honum, og Ijómaði af honum
gleðin. Um leið tóku kirkjuklukkurnar
að hringja í fjarska, svo undur stilt og
hátíðlega.
Nonni ætlaði að hlaupa upp um háls-
inn á pabba sínum,
*— Nonni litli rumskaði. í svefnrof-
unum heyrði hann hægar hringingar —
það voru víst paradísar-klukkurnar.
Hann ópnaði augun, hrökk upp og
rak svo í rogastans: Hvað? — — var
hann enn þá inni í bæ? Vist var þarna
lampi, og týrði á kveiknum eins og eftir
heila nótt. Barna hékk líka tvíhleypt
haglabyssa, nákvæmlega eins og sú, sem
hann pabbi hans meiddi sig á, og þarna
lá pabbi hans steinsofandi í rúminu. Já,
þetta hlaut að vera heima. Og það var
kominn dagur. Hélan á glugganum gtilr-
aði í sólskininu. — Hann hafði dreymt.
í þessu heyrðist einhver berja af sér
snjóinn við útidyrnar. Svo var hurðin
opnuð, og með svölum andvaranum, sem
streymdi inn, barst djúpur hátíðlegur
hreimur kirkjuklukknanna úr dalnum.
— Pegar læknirinn fór, hafði jólagleðin
tekið sér bólstað í kotinu. Hitasóllin var
um garð gengin og Þorsteinnúrallrihættu.
* ★
*
Kvöid var komið og lunglið óð dimm-
blátt himinhvolfið, þegar ég lagði af stað
upp að Mel. Glitrandi snjórinn fossaði
undan fótum mér, því að ég fór bein-
ustu leið.
En undrun minni, þegar ég lauk upp
hurðinni, verður ekki lýst: Alt var svo
fágað, hreint og bjart; en björlust voru
þó andlit feðganna. Pað beinlínis Ijóm-
aði af þeim gleðin.
Seint um kvöldið var ég aftur á heiin-
leið. Við höfðum spjallað margt. Meðal
annars hafði Nonni litli sagt mér draum-
inn sinn. Betur að allir væri sem hann
Nonni litli, hugsaði ég: Hann gladdisl aj
þvi, að Guð tók ekki jrá honum það, sem
hann áiti, og dýrari jólagjöf fær heldur
enginn.