Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 16

Æskan - 15.12.1925, Qupperneq 16
108 Æ S K A N hvar sem þau eru. Og slrax leggur hún af stað með 15 haia og 100 belgi á hverjum, til að sækja börn. Og Grýla fær mörg börn, en til þess að hún nái börnum alveg, verða þau reyndar að vera sérlega vond. það var eina nótt fyrir nærri 2000 árum, að Grýla vaknaði með andfælum. Henni varð þá litið út og sá hún þá himininn opinn og marga, marga engla stíga upp og stíga niður. Geisladýrðin var svo mikil, að Grýla gat engu auga haldið opnu og hefir hún þó þrjá hausa og þrenn augnaráð í hverj- um (3x6 = 18). Og Grýla heyrði englana syngja: »Ég flyt yður mikinn fögnuð«, sungu þeir, »því í dag er yður frelsari fæddur. Dýrð sé Guði í upphæð- um og friður á jörðu og með þeim mönnum, sem hann hefir veiþóknun á«. Grýla var svo hrædd, að hún þorði ekki að draga andann; svo hrædd hafði Grýla aldrei á æfi sinni orðið fyr og var hún þó orðin mörg ]>úsund ára. Leppalúði varð líka hræddur, þau lágu bæði i hnipri þangað til himnarnir luk- ust aftur og englarnir hurfu. Þá skreið Grýla út og leit þangað, sem englarnir höfðu verið. Grýla sér eins vel og hún heyrir og nú sá hún alla leið til Betle- hem. Þar sá hún lítið barn liggjandi í jötu. Og hvergi var hugsað, talað eða gert ljótt, hvergi hrein barn, alt var hljótt, alstaðar friður, því frelsarinn var fæddur. Grýlu brá alveg voðalega, því að hún sá strax að þarna var »barna- vinurinn mesti« kominn, hann sem fæddist til þess eins að gefa líf sitt til þess að verja börnin fyrir henni. Þetta var fyrsta jólanóttin og hún hitti Grýlu óviðbúna, en strax daginn eftir fór hún niður til kölska og bað hann liðsinnis. Kölski varð feginn Grýlu og hjálpaði henni strax. Hann gaf henni 14 púka til liðveizlu og með þá fór hún upp í helli sinn aftur. Pessir 14 púkar eru Grýlukrakkarnir og þeir eru þarfir Grýlu móður sinni fyrir jólin, og nú kemur sú saga: »Grýla kallar á börnin sín, þegar hún fer að sjóða til jóla: »Komið þið hingað öll til mín: Leppur, Skreppur, Næja, Tæja, Lápur, Skrápur, Nípa, Típa, Loki, Poki, Lang- leggur og Leiðinda-Skjóða, Völustallur og Bóla«. Og allir púkarnir skríða hver út úr sinni holu, reka tungurnar út úr sér og hlæja svo að kjafturinn nær rétt eyrn- anna á milli. »þá er kjálkaglennan byrjuð«, segja þeir, og við eigum að fara til að kenna, hæ, hæ, æpa þeir, og svo stökkva þeir allir til Grýlu, svo að hælarnir skellast við þjóhnappana. En inni í Grýlu-helli logar eldur í hlóðum og stór pottur yfir. Allir púk- arnir ganga að pottinum hrækja ofan í hann og snýta sér. Það gerir Grýla líka, svo og Leppalúði. Að þvi búnu sýður Grýla alt saman nokkra hríð, nær sér svo i 13 skjóður og eys úr pottinum í þær allar og fyllir, er potturinn þá tóm- ur. Bindur hún nú fyrir skjóðuruar. Meðan Grýla sýður og hefir þennan viðbúuað annan, stökkva púkarnir um hellisgólfið, æpa og hrína, sparka og og berja og láta öllum hugsanlegum ósiða- og óþektarlátum. All í eiuu æpir Grýla: »Glennupúkar, glennupúkar! komið þið til mín 131« Óðara koma 13 púkarnir lil Grýlu, en einn verður eftir, hann er alt af eftir heima, til þess að taka á móti krökk- unum, sem hinir 13 kannske ná í. Þess- um 13 er nú öllum þvegið úr skít og þeir látnir í nýja svarta skinnbelgi að ofan, og svartar skinnbuxur að neðan og svört skinnhetta er dregin á höfuð þeim. Þar næst fær Grýla þeim skjóð- urnar, sína skjóðu hverjum, og nú eru þeir ferðbúnir. Þá ganga þeir hver eftir annan að Grýlu og kveðja, en það gera þeir á þann hátt, að þeir sparka í hana

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.